Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 234
216
Hur er eigi átt við sjálfsagða ómaga, svo sem munaðar-
laus börn og gamalmenni, er engan að eiga.
Nú sem rannsökuð er þörí beiðanda og fundin eru
tilefni hennar, er það fyrsta verk nefndanna úr að skera,-
hvort beiðandi sé purfandi hjálpar í raun réttri eðr eigi.
En þá fyrst er hann þurfandi hjálpar, ef hann, sam-
kvæmt 5. gr. regl. 8. jan. 1834, »megnar eigi af eign-
um ramleik (= vinnu sinni og efnum) að útvega sér
á löglegan hátt. hið nauðsynlegasta viðrværi, og pað pótt
hann beiti tilhlýðilega kröptum sínum*1. En sem pað
nú er gefið við rannsóknina, að beiðandi er hjálparþurfi
eftir pessum fyrirmælum reglugjörðarinnar og tilefn-
um parfarinnar, svo sem áðr er sagt, er pað næsta
skylda nefndarinnar að fá vitað, hvort purfalíngr-
inn er ómagi annars manns, og hvers manns pá eðr
manna, eðr hann er ómagiannars sveitarfélags, oghvers
félags pað er eðr pá vera muni, ef vissa fæst eigi. Um
alt slíkt verðrnefndin að yfirheyra eðrfrétta láta þurfa-
manninn. En sem nú sveitastjórnin fréttir eftir fram-
færslumönnum purfamanns, verðr hún að spyrja nákvæm-
lega um þá alla, svo að frændsemi, nánari og firnari,
sem að hjúskap og að samníngi, sem skýrt er frá i fyrra
þættinum. Enn fremr á hún að grenslast, hversu fram-
færslumenn eru megandi, svo hún vitað fái, hvort peir
muni eiga forlagseyri, nægan eðr pó nokkurn. Enn
fremr skal og nefndin, samkvæmt 4. gr. regl. 8. jan.
1834, frétta eftir ættíngjum purfamannsins, vandamönn-
um hans og vinum, hve góðgjarnir menn þeir sé og
vel megandi. J>ótt nú fyrirmæli 4. gr. regl. 8. jan. 1834
sé eingöngu stíluð til foreldra, barna og niðja og til
efnaðra ættíngja, pá eru pau engu að síðr heimfærandi
til annara framfærslumanna í peim skilníngi, að þurfa-
língarnir »skulu eigi á sveit koma alla pá stund», er
framfærslumenn eiga forlagseyri til, eðr og aðrir menn
1) Kegl 8. jan. 1834, 9. gr.