Andvari - 01.01.1888, Blaðsíða 237
219
þegar er styrks er beðið að spyrja um pá ; en fram-
færsluhrepprinn getr það eigi fyrr en ómaginn er þang-
að kominn.
J>ariir ómaganna eru svo margbreyttar og ýmislegar,
að naumast eðr als ekki verðr fullri tölu á komið. Eg
skal láta mér nægja að geta þess aðeins, að allar þarf-
irnar eru annaðhvort andlegar eða líkamlegar. And-
legu þariirnar eru þarfir á uppeldi, kenslu, svo til
munns sem til handa, á siðsemi, guðrækni, dygðum og
mannkostum. Menn geta aldrei tekið það nógsamlega
fram né innrætt sér, að lífæðin í allri sannarlegd fram-
för og velferð einstakra manna og einkum heilla þjóða
og ríkja er langmest fólgin í vitsmunum, dygðum og
mannkostum landsmanna og þegna, æðri sem lægri.
Hinar líkamlegu þarfir manna eru fólgnar í þörfum á
fjáreign sér og sínum til uppihalds og framfara, og á
vinnnkröftum til að ávinna sér og auka fjáreignina.
Skiftíng þessa skyldi sveitanefndirnar hugfesta sér; hún
liggr falin í reglugjörðinni, þótt hún komi eigi berlega
fram. En í 9. gr. regl. 8. jan. 1834 er sveitarómögum
skift í 3 flokka: 1. í vinnufæra fjölskyldumenn, 2.
gamalmenni, og 3. börn. Fyrirskipanir laganna um
frainfærslu og meðferð ómaganna eru auðveldar, svo þær
þurfa sjálfar eigi skýrínga við. J>ess er þó að geta, að
prestar og sóknarnefndir hafa nú á hendi mestmegnis
alla umsjónina með uppfræðíngu og kenslu barnanna;
en sveitauefndirnar skulu leggja fé fram'. Sveitanefnd-
um er heimilt að koma ómögunum niðr hvar sem þeim
og hreppsbúum eðr og presti og sóknarnefndum kemr
saman, ef þær að öðru leyti gæta fyrirmæla laganna.
Hentugast og affarabezt er, að ómögunum sé ráðstafað á
almennum hreppsfundi, er sem fiestir hreppsbúar sækja.
Á slíkum fundum getr bezt orðið framgengtþeim fyrir-
1) Sai'naðal. 27. febr. 1880, G. og 11.—12. gr., uppfræðslul. 9. jan.
1880, 1. og 4. gr., sbr. regl. 8. jan. 1831, 9. gr.