Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 8
2
BÚNAÐARRIT
um vaxandi þekkingar. Nú er þekkingarauki ekld
ávalt það sama og rétt þekking á hinu nýja. Kolumbus
steig á land í Ameríku, en hann hélt sig vera kominn
til Indlands. Þetta var skakkt, og reyndar afar skilj-
anleg villa, en um Ameríku sjálí'a var ekki að villast,
hún var og er landfræðileg staðreynd. Saga vísind-
anna og saga plöntusjúkdómafræðanna eru einnig
auðugar af þessum Kolumbusárvillum. Hin rétta
skýring nýrrar staðreyndar, verður allt of oft að brjóta
sér hraut gegnum villandi tilgátur, blindar kenningar
eða gamla hjátrú. Það gæti einnig verið nógu gaman
að fara eftir þessari braut, yfir allar torfærurnar, en
það myndi taka allt of langan tíma, og er þess vegna
eigi kleift í þessum fyrirlestrum, þar sem tíminn er
mjög takmarkaður.
Það er einnig plöntusjúkdómafræði nútímans, sem
er umtalsefni vort, árangur hennar, en ekki grund-
völlur hennar. Ég verð þó að áskilja mér dálítinn rétt
til þess að svipast um, fram og aftur í tíma og rúrni.
Það getur verið gagnlegt, að líta svolítið til beggja
handa, víkja að öðrum efnum, að öðrum tímum, liðn-
um eða ókomnum, til þess að steypa efnið í eina heild
og gera það skýrara. Ef hreyfingar mínar í tíma og
rúmi væru ekki bundnar við hugheiminn, en væru
veruleiki, myndi ég breyta sal þessum í akra og garða
og þessum myrka vetri í sól og sumar. Og þá myndi
ég sýna yður plöntusjúkdómana og skýra yður frá
þeim á liinum vaxandi plöntum. Plöntusjúkdóma-
íræðin er aðeins lil í náttúrunni sjálfri. En ég skal
reyna að gera mitt ýtrasta til þess að gera umtáísefni
mitt svo Ijóst fyrir yður, sem frekast er kostur, bæði
með því að draga dæmi af íslenzkum plöntum og
plöntusjúkdómum og sýna yður nokkrar myndir.