Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 64
58
BUNAÐARRIT
fram á, að þessi tegund hefir mörg smitunarafbrigði,
eins og gulryðið. Þannig hefir hveitið sérstakt smitun-
arafbrigði af svartryði, sem þó einstöku sinnum getur
smitað1 bygg og rúg. Rúgurinn hefir annað smitunax--
afbrigði, sem auðveldlega getur sýkt bygg, en elcki
hveiti og hafra. Og loks hafa hafrarnir sitt eigið af-
hrigði, sem getur ekki sýkt aðrar korntegundir. Af
þessu skýrist hið velþekkta fyrirbrigði, að þar sem
rúg- og hafraekrur eru hlið við hlið, getur ann-
ar akurinn verið sýktur af svartryði en hinn alveg
ósýktur. Og menn geta séð sýkt bygg innan um hafra,
án þess að minnsti vottur þess finnist á höfrunum.
Eriksson greindi upphaflega á milli þriggja smit-
unarafbrigða af svartryði á korntegundunum. Eitt á
hveiti, annað á rúgi og þriðja á höfrum. En í elli sinni
varð hann að auka við þessa tölu. Ef vér athugum
hveitisvartryðið, sem Eriksson taldi eitt smitunaraf-
hrigði árið 1894, þá kom það í ljós árið 1915, við
rannsóknir tveggja amerískra vísindamanna, (Stak-
man og Piemeisel), að meðal hveitisvartryðsins eru
mörg smitunarafbrigði. Árið 1918 þekktu menn 12
smitunarafbrigði af hveitisvartryði, en á síðari árum
er tala þeirra farin að nálgast 50. Á sama hátt hafa
amerískar rannsóknir leitt í ljós, að bœði rúgsvart-
ryð og hafrasvartryð fela i sér mörg aðgreind smit-
unarafbrigði. Og þetta er ekki tilbúningur einn, held-
ur er það vísindalega sannað. En manni hnykkir ó-
sjálfrátt við, því að áður héldu menn, að svartryð
væri alltaf svartryð og ekkert annað. 1894 urðu rnenn
þess vísari, að hveitisvartryð væri sérstalct afbrigði, en
xiú eru smitunarafbrigði þess orðin 50 að tölu. Ég
nefni þetta dæmi, sem að vísu er það lang þekktasta
og bezt rannsakaða, til þess að færa j7ður heim sann-
inn um það, að elcki má skoða neina sníkjusvepps-
tegund sem eind út af fyrir sig. Hver tegund er frekar
hópur smitunarafbrigða, sem hver hefir sina smitun-