Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 47
BÚNADARR I T
41
einstaklingar, sem til hafa orðið við kynlausa æxlun.
frá einni einustu plöntu, ganga undir samnefninu
,,Klon“ á máli erfðavísindanna. Úr landbúnaðinum
þekkjum vér mörg önnur dæmi upp á „klon“ en kart-
öfluafbrigðin. Þannig eru allar hinar ræktuðu epla-
og perutegundir aðeins ræktaðar með ágræðslu, og
jarðarberjategundirnar eru einnig „klon“, sem stöð-
ugt er fjölgað með skiftingu. Sakir þess, að erfða-
eiginleikarnir eru ávalt þeir sömu innan hins sarna
„klons“ (vér göngum í þessu sambandi fram hjá
stökkbreytingum laufsprotanna, sem bæði eru sjald-
gæfir og hafa lítinn lífsþrótt), er það algerlega þýð-
ingarlaust «ð ætla sér að bæta kynstofninn með úr-
vali. Að velja stórt og fallegt jarðepli, sem t. d. er
alveg laust við kartöflumygluna, í þeim tilgangi, að
ætla sér að bæta stofninn og gera hann hraustari, er
jafn þýðingarlaust og að taka stærsta vatnsdropann,
scm fellur úr skýjunum, i þeirri trú, að í honum sé
hetra vatn heldur en i þeiin minni.
Við tilhúning kartöfluafbrigða, sem eru ónæm fyrir
vörtupestinni, hafa menn oft notað víxlfrjófganir. Þá
hefir það komið í 1 jós, að ómögulegt er að skýra ó-
næmið, sem afleiðingar eins erfðavísis, en það hefir
orðið að álita það fram komið við samstarf nokkurra
arfbera. Því að afkvæmin eru ekki aðeins annaðhvort
næm eða ónæm, heldur og meira og minna næm eða
ónæm. Og þetta er greinileg afleiðing þess, að þeir
erfðavísar, sem skapa næmið, eru mismunandi margir
hjá afkvæmunum.
Ef mótstaðan eða ónæmið gegn einhverjum sjúk-
dómi er háð fleiri en einum erfðavísi, þá hlýtur
skammturinn af ónæmi að verða mjög mismunandi
meðal afkvæmanna, er greining og nýr sainruni arf-
beranna hefir átt sér stað. Og þá er næmi hvers ein-
staklings undir því komið, hve marga næmisskainmta
hann hefir lilotið.