Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 98
92
B Ú N A Ð A R R I T
livort með því að brjóta sér braut gegn um frumu-
veggina, eða með því að renna sér á milli frumanna.
Þótt plantan sé öll sýkt af smitvessa, eru þó líffær-
in ekki öll jafnsýkt. Það er eftirtektarvert, að sjúk-
(lómseinkennin koma aðallega fram á þeim hlutum
plöntunnar, er hafa verið í vexti, þegar sýkingin varð,
en hin fullþroska líffæri bera engin sjúkdómsein-
kenni. Þetta stafar af því, að smitvessamagnið er
mest á vaxtarstöðvuiium og smitvessarnir hafa mest
áhrif á þær frumur, sem eru að skifta sér.
Hið algengasta og greinlegasta einkenni smitvessa-
sjúkdómanna er fölvasýki (Klorosis). Fölvasýkin
kemur af því, að blaðgrænukornin ná ekki fullum
þroska, og getur hún aðallega lýst sér á tvennan hátt:
Annaðhvort koma gulir tíglar og dílar á' blöðin, og
það er tíðast, eða blöðin verða öll gul. Auk þessara
aðaleinkenna geta ýms önnur einkenni komið fram.
En þar eð ég mun taka nokkur sérstök dæmi smit-
vesasjúkdóma, áður en lýkur, er ekki vert að eyða
fleiri orðum að þessu um sinn.
Það er mjög þýðingarmikið atriði að vita, hvernig
smit smitvessasjúkdómanna berst. Sakir þess, að
smitið er í safa plöntunnar, getur ekki vcrið um loft-
mitun að ræða, a. m. k. ekki í sama skilningi eins
og meðal sveppanna. En hvernig er því varið með
liinar smitunarleiðirnar? Jarðsmitun og fræsmit-
un eru til, en aðeins í sárfáum tilfellum. En til þess
að fá betra yfirlit yfir smitunarleiðirnar skulum vér
taka hvcrja einstaka út af fyrir sig.
1 Jarðsmitun.
2. Fræsmitun.
3. Safasmitun.
a. við venjulega kynlausa æxlun.
b. við ágræðslu.
c. með safa, á vélrænan hátt.
d. með safa, á lífrænan hátt.