Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 159
BÚNAÐARRIT
153
að, eins og áður er sagt, er það með samtökum, að
menn ná þeim áhrifum og þeirri virðingu, sem nauð-
synlegt er, til þess að geta vænst þess að koma fram
áhugamálum sínum og hagsmunamálum, á „hærri
stöðum“. Það skal að vísu þakksamlega viðurkennt,
að þing og stjórn hefir rétt bændastéttinni örfandi
og hjálpandi hönd, einkum hin síðustu árin. En „bet-
ur má ef duga skal“. Og þeim málefnum verður betur
framgengt, ef þau eru undirbúin af þeirri sérþekk-
ingu, sem bændur sjálfir hafa yfir að ráða. Og því
fleiri sem meðliiiiir sambandsins verða, því sterkari
verða og kröfur þess og áhrifameiri, og því meiri á-
rangur bera þær.
Vitanlega breytast kröfurnar (eða verða ýmislegar)
eftir staðháttum og tíma. Bændafélögin í hreppunum
senda sína fulltrúa á fulltrúafund landssambandsins,
en hann markar stefnurnar og setur fram þær kröf-
urnar, sem þá og þá skal berjast fyrir fyrst og fremst“.
Ávarpið gerir ráð fyrir, að fyrst og fremst beri í
byrjun að berjast t'yrir efnalegu sjálfstæði og nefnir
í þvi sambandi búnaðarfræðslu, búnaðarlöggjöf, hækk-
un tolla á munaðar- og óhófsvöru og hækkun verndar-
tolla á landbúnaðarafurðum, sem með góðum árangri
má framleiða í landinu og afnám eða lækkun sérskatta
á landbúnaðinum. Ennfremur andspyrnu gegn óhófi í
þjóðarbúskapnum, en leggja þeim mun meira til arð-
vænlegra framkvæmda, styrlcveitingar til nytsamra
landbúnaðarframkvæmda, éinkum til búfjárræktar-
innar og bættar samgöngur.
Nefndinni var reyndar ljóst, að um sum þessi mál
voru skiptar skoðanir, hversu með skyldi fara, en hún
vill þó vekja um þau umræðu, og aðalatriðið telur
hún vera, að berjast fyrir því, að halda fram hlut
hænda í samkeppninni við aðrar stéttir, og að unnið
sé að menntun þeirra og fjárhagslegu sjálfstæði
þannig, að þeir i l'ramtíðinni, sem í fortíðinni, verði