Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 121
BÚNAÐARRIT
115
verður að bera leir og valta hann svo. Kalk má ekki
bera á jörðina, og sjálfsagt er að nota súrar ábiirðar-
tegundir, (brennisteinssúrt ammoníak, súperfosfat
og kainit. Chilesalpétur, sem menn gætu freistast til
þess að bera á, til þess að blaðvöxturinn ykist, gerir
bara illt verra, því hann gerir jarðveðinn enn basisk-
ari). Bezta og áhrifamesta ráðið til þess að vinna
bug á veikinni er að bera mangan á jörðina. (50 kg.
brennisteinssúrt mangan á ha). Sémanganiðborið nógu
snemma á, getur það læknað þegar sýktar plöntur.
Loks er ráðlegt að rækta gráa hafra eða svarta
þýzka mýrarhafra á dílaveikum jarðvegi, sakir þess
að þessar hafrategundir eru langtum ónæmari fyrir
dílaveiki heldur en hvítu hafrategundirnar.
Er ég lýk því að tala um sjúkdóma af ólífrænum
orsökum, vona ég að ég hafi gert yður nægilega ljóst,
að hugtakið plöntusjúkdómar er alls ekki eingöngu
miðað við smitandi plöntusjúkdóma.
Vér höfum séð, að þegar vaxtarskilyrðin eru of eða
van, getur það vaklið hættulegu sjúkdómsástandi á
plöntunum, en þó eru hin eiginlegu eiturefni plönt-
unum ennþá hættulegri. Eitur getur komist að plönt-
unum í jörðinni og í loftinu. Einstaka jarðvegsteg-
undir geta falið i sér eitruð járn- og brennisteins-
sambönd, en hvaða jarðveg sem er má eitra, með
því að bera á hann efni, sem plönturnar þola kki.
Eg vil benda á, að úrgangur frá gasstöðvum og ýms-
um efnaverksmiðjum getur spillt jarðvegi, og eins of
mikil notkun natríumklorats, við útrýmingu illgresis.
í bæjum geta trjáraðir dáið af gasi, sem seitlast út
úr óþéttum gaslögnum. Eitur í loftinu getur skemmt
jurtagróðurinn mjög. Bæði er það sót og kolaryk,
sem liafa þessi áhrif, en þó eru ýmsar eitraðar loft-
tegundir frá cfnaverksmiðjum, — brennisteinssýru-,
tjöru- eða glerverksmiðjum, — lang skæðastar.