Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 111
B Ú N A Ð A R R I T
105
íiiaga frumanna ver þær gegn kali, þannig að því meira
sem sykurmagnið er, því síður er þeim hætta búin af
kulda. Þessi líl'eðlisfræðilega staðreynd er mjög mik-
ilsverð fyrir jarðræktina og í henni felst spurningin
um vetrarhvíld plantnanna. Vér urðum þess vísari
að sykurauðug hveitiafbrigði væru ónæmari fyrir kali
heldur en sykursnauð, — og munuð þér komast
að raun um að sama máli gegnir um harðgjörvi
Irjánna, því að það er undir sykurmagni hinna nýju
árssprota komið. Það er alþekkt fyrirbrigði, að illa
þroskuðum árssprotum er hætt við kali. En hverjir
eru eiginleikar óþroskaðra árssprota? Þeir eru greiinri
og linari en fullþroskaðir og korklagið í þeim er ekki
nærri eins þroskað. Síðarnefnda einlcennið kemur
greinilega í Ijós, sé hörkurinn rifinn af með nöglinni.
Hinn þroskaði árssproti er brúnn á lit undir yzta
barkarlaginu en sá óþroskaði er grænn, sakir þess
að korkinyndunin er enn ófullkomin. Hinn óþroskaði
árssproti er grannur og linur, sakir þess hve viðar-
niyndunin er skamt á veg komin. Nú mun margur ætla,
að hinn óþroskaði sproti kali sakir lítillar kork- og
viðarmyndunar. Þessi álylctun er hvortveggja í senn,
bæði rétt og röng. Hún er rétt að því leyti, að sproti
með ófullkoniinni viðarmyndun er ávalt óþroskaður,
og óþroskuðuin sprotum hættir alltaf við kali. En hún
er röng sakir þess, að það er ekki viðarmyndunin út
af fyrir sig, sem hindrar kalið. Orsök kalsins er skort-
ur á forðanæringu, skortur á mjölvi, sem svo breytist i
sykur yfir veturinn og ver hina lifandi vefi gegn lcali.
En mjölvið myndast síðast í sprotunum eftir að viður
og korkur hafa myndast, og þess vegna er lílil viðar-
myndun ávalt einkenni mjölvisskorts og því forhoði
kals.
Harðgjörvi trjánna er undir skilyrðunum fyrir
þroska árssprotanna komið, og þar með undir vaxt-
arskilyrðum sumarsins. Ýmsar erlendar trjáteg-