Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 54
48
BÚNAÐARRIT
ákveða harðgjörvið með kælingartilraunum, — og sú
aðferð er notuð í Svalöf —, en á þann hátt losnar
maður við útitilraunir, sem oft þarf að bíða lengi eft-
ir, er veturnir eru mildir.
Áður en vér ljúkum við kaflann um hið arfræna
næmi, verðum vér að nefna nokkur atriði i þessu sam-
bandi. Annað þerra er næmi, sem er undir aldrinum
komið, en með því er átt við, að plönturnar séu mis-
munandi næmar fyrir ýmsum sjúkdómum, eftir því,
á hvaða aldri þær eru. Líkt og næmi manna fyrir
mislingum næstum hverfur, er barnsaldri er lokið, og
næmi fyrir krabbameini eykst með aldrinum, eins er
næmi fyrir sumum plöntusjúkdómum samfara viss-
um aldri. Vér skulum nefna tvö greinileg dæmi.
Sveppur sá, sem veldur bruna á korntegundum
getur aðeins smilað plönturnar á yngsta aldursskeiði
þeirra, annaðhvort meðan fræið nærist enn af móður-
inni eða á fyrstu vaxtadögunum. Því lengra, sem spir-
uninni miðar, því erfiðari verður smitunin, og er hin
fyrstu blöð springa út, er plantan algjörlega ónæm
fyrir brunasveppi. Öðruvísi cr því varið með suma
ryðsveppi korntegundanna. Þeir eru hættulegastir,
þegar blöðin eru þroskuð og einkum, er vefirnir eru
að því komnir að deyja.
Hill atriðið, sem stendur í nánu sambandi við hið
al'ræna næmi, er að sumar nytjajurtir sleppa við
sýkingu, þótt þær annars séu næmar fyrir ýinsum
sjúkdómum, sakir þess, að þær hafa fengið einhverja
aðra góða eiginleika að erfðum, sem hindra eða tefja
fyrir smitun. Ég vil skýra þclta ineð nokkrum dæm-
um. Hinn nakti brunasveppur byggsins sýkir lieil-
brigöar plöntur, er þær blómgvast, þegar brunagróin
losna af öxunum og berast með vindi yfir akrana.
Sýkingin verður á þann hátt, að eitt eða fleiri gró
lenda á fræni liyggsins, spíra þar og vaxa inn í fræv-
una með þeim árangri, að hið unga fræ smitast. Af