Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 103
BÚNABAURIT
97
cllus smitunarfær að minnsta kosti 111 daga, og liafi
eitthvcrt skordýr tekið smitvessa í sig á lirfuskeiði,
er það venjulega smitberi frá því. Með smitunarfæru
skordýri er stöðugt unnt að sinita nýjar plöntur, því
að það heldur stöðugt áfram að gefa frá sér smitandi
slefu. Þessi staðreynd bendir greinlega í þá átt, að
smitvessarnir virðast aukast inni í skordýrinu, og ef
svo er, þá eru skordýrin einskonar gróðrarstíur
smitsins.
Þótt menn hafi sýnt fram á ákveðið samband
milli smitvessasjúkdóma og skordýra, má þó ekki
ætla alla skordýrasmitun lífræna. Margar smitvessa-
tegundir berast á vélrænan hátt, t. d. flestir tiglasjúk-
dómar, sem skordýr með stingandi sogmunn bera
með sér.
Sem dæmi nokkurra smitvessasjúkdóma og varna
gegn þeim, vil ég lýsa nokkrum algengum tíglasjúk-
dómum á nytjajurtunum og blaðvefjuveiki kartöfl-
unnar.
Aðaleinkenni tiglasjúkdómanna eru, eins og áður
er tekið fram, hin dílóttu blöð. Ljósgrænir, gulgrænir
og gulir blettir koma á hlöðin. Blettirnir eru mismun-
andi að stærð og lögun, og þeir geta hæði verið með
skírum og óskírum takmörkum. Stundum eru þeir
dreifðir yfir allt hlaðið; stundum eru hinir óbreyttu
hlutar Jilaðsins langtum stærri en þeir sýktu; stund-
um er það öfuga uppi á teningnum, og geta þá blöðin
nálgast það að verða alveg gul. (Tiglaveiki á Abuti-
lon, sjá 7. mynd). Oft eru tíglaveikar plöntur með
ýmsum öðrum lýtum: Blöðin geta orðið mjög þétt-
stæð (kartöflur), eða tekið á sig óreglulega lögun.
Verða þau þá venjulega mjög mjó, jafnvel striklaga
(tómötur). Dökkai' rákir og dökkir hlettir geta kom-
ið á blöð og stöngla eða í vefina (.,ryðblettir“ á jarð-
cplum). Stundum koma ýms þessara einkenna fram,
án þess að tíglamyndun eigi sér stað, og er það senni-
7