Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 115
BÚNAÐARRIT
109
hitnað í jarðarávöxtum, sem grafnir eru i jörðu, ef
loftrás er eklii nægileg. Orsökin er, að hiti sá, sem
myndast við andardráttinn, kemst ekki burt. En eftir
því sem hitinn hækkar, verður andardrátturinn örari
og við það magnast hitinn enn meir. Þetta er einskon-
ar vítahringur, sem eyðileggur allt í geymslunni, sé
ekkert að gert í tæka tíð. I sambandi við þetta má að-
eins minnast á eitt atriði enn, til þess að sýna fram á
algengt samstarf óheppilegra áhrifa. Hinn sífelt
vaxandi andardráttur hefir svo mikla kolsýrumyndun
í för með sér, að hætta getur orðið á, að plönturnar
kafni. Ennfremur eykst rakinn svo mikið, að sveppir
og bakteríur eiga langtum auðveldara með að grafa
um sig.
Sem dæmi mjög einkennilegra hitaskemda, skal ég
að endingu nefna svartkjarnamyndiin á jarðeplum.
(Black Heart). Eins og nafnið bendir til eru hin hita-
skemdu jarðepli grásvört eða svört í miðjunni.
Skemmdin nær hvergi út á yfirborðið, en lcemur fyrst
i 1 jós þegar jarðeplið er skorið í sundur. Þessuin hita-
skemdum var fyrst veitt eftirtekt í Bandaríkjunum í
jarðeplum, sem verið var að flytja frá Miðríkjunum
til bæjanna á austurströndinni. Sakir frosthættu voru
járnbrautarvagnarnir upphitaðir með ofnum, og þá
kom það í Ijós, að jarðeplin, sem voru í þeim pokum.
er næst lágu ofnunum voru svört að innan. Það er
unnt að fá þessa sjúkdómsmynd fram við tilraunir,
því að hennar verður altaf vart, þegar hitinn hefir náð
vissu marki. Stundum sjást svona jarðeplaskemdir á
geymslustöðum, sem liafa ofhitnað.
2. Sjúkdómar sakir efnaáhrifa. (Kemoser) Af sjúk-
dómum, sem stafa af völdum efna eða efnasam-
handa, mun ég aðallega ræða um kalisjákdóma og
eigi síst sakir þess, hve sjúkdómseinkenni þeirra cru
greinileg.
Kalíum er aðallega í grænu hlutum plantnanna, í