Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 153
BÚNAÐARRIT
147
altekjur bóndans af þeirri heimilisvinnu taldar 21 kr.
og í Suður-Þingeyjarsýslu 23 kr., hvorutveggja eftir
skattaskýrslum.
Þá fylgir mörgum jörðum reki, en injög eru tekjur
af honum misjafnar, og hafa yfirleitt farið minnkandi
hin síðari ár.
Loks hafa bændur tekjur af fóðurtöku, heysölu,
hestlánum, rjúpnaveiðum, grenjavinnslu o. fl. En allt
eru þetta litlar tekjulindir fyrir meðalbóndann, þó þær
hjá einstöku bónda og bónda séu allverulegar.
Ég tel því alveg ljóst, að meðaltekjur bóndans
brúttó geti ekki undir neinum kringumstæðum iiafa
verið hærri 1933 en 3000 kr., og líklega hafa þær verið
lægri. Og í mörgum sýslum hafa þær verið miklu
lægri.
Af þessmn tekjum hafa bændurnir svo orðið að borga
allar þarfir sínar. Meðalbóndinn hefir 5,8 manns i
heimili. Það þart' hann að fæða og klæða, og einhverju
af þvi þarf hann að greiða kaup. Auk þess þarf hann
að hafa kaupafólk. Hann þarf að renta um 12000 kr„
sem er sá höfuðstóll sem stendur í meðalbúinu og
jörðinni, þegar jörðin er reiknuð með fasteignamats-
verði, hann þarf að borga öll gjöld, bæði lil sveitar,
ríkis og kirkju, og hann þarf að borga svo margt og
svo margt. Það má hverjum manni ljóst vera, að spar-
lega verður að halda á, og er vafamái, hvort hægt er
að gera það svo að tekjurnar geti hrokkið fyrir gjöld-
unum.
Með þessu vildi ég hafa reynt að varpa Ijósi yfir
hið raunverulega ástand búnaðarins nú sem stendur.
Það er allt annað en glæsilegt. Bæirnir, sem bændurn-
ir búa í, eru margir hvergi nærri viðunandi, túnin eru
sum þýfð og ógirt, og bóndann vantar enn þau skil-
yrði, sem hann þarf til að geta aflað fóðursins ódýrt.
Að hinu leytinu er sýnilegt, að meðalbúið er hvergi
að kalla stærra en það, að einyrki getur unnið fyrir