Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 177
BÚNAÐARRIT
171
nefnd, sem hefir það ætlunarverk, að efla þjóðlegan
stíl einnig í húsgagnagerð, vefnaði, hannyrðum og
öðrum heimilisiðnaði. Þá hefir félagið látið til sín taka
um fræðslumál, vitanlega einkanlega þau er snerta
búnaðarfræðsluna. Þannig beitti það áhrifum sínum
þegar hækkaðar voru kröfurnar og lengdur náms-
tíminn í búnaðarháskólanum um 1920, og hert á kröf-
unum um undirbúningsmenntun þeirra, sem þar
ætla að stunda nám, og það á sinn þátt í því, að nú
eru óvíða strangari inntölcuskilyrði í búnaðarháskóla
en í Noregi. En það hefir líka látið til sín taka um
barna- og unglingafi'æðslu í sveituin, og komið því til
leiðar, að kennslufyrirkoinulagið er þar annað en í
bæjunum og meira sniðið eftir daglegum þörfum
sveitafólksins, en minni áherzla lögð á hin gömlu
l'ræðakerfi, sem að miklu leyti fara á snið við þarlir
lífsins. Sveitafólk og bæjarbúar hafa ólíkar lífsskoð-
anir, sem mótast af mismunandi viðfangsefnum og
aðstöðu í þjóðfélaginu. Sveitafólkið stundar lífræna
framleiðslu, en viðfangsefni bæjarhúanna eru eink-
um dreifing verðmæta og ólífræn framleiðsla. Þetta
setur sinn svip og mót á fólkið, og það verður að
taka tillit til þess í uppfræðslu barna og unglinga
þannig, að hún hafi sem mest gildi fyrir þá við þau
lífskjör og lífskröfur, sem væntanlega bíða þeirra á
fullorðinsaldri. Þessar kröfur hafa verið teknar til
greina að nokkru leyti, og félagið bauð sjálft og veitti
verðlaun fyrir kennslubók í náttúrufræði fyrir barna-
skóla í sveitum, þar sem sérstakt tillit var tekið til
samlífs og sambúðar sveitafólksins við náttúruna.
Bændal'lokkurinn norski er stofnaður af Bændafé-
laginu, og kom fram við kosningar og á þingi sem
sérstakur fulltrúi þess í nokkur ár (1924—1930). En
hrátt varð sú stefnan, sem frá upphafi var telcin, aftur
ofan á, að lialda félaginu ulan við hina pólitísku
flokka, sem ópólitísku, faglegu bændafélagi. Samt sein