Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 138
132
BÚNAÐARRIT
af neinum, nema að nafninu til, til beitar. Þessar jarð-
ir eru annað tveggja jarðir, sem orðið hafa fyrir ein-
hverjum sérstökum skemmdum af völdum náttúrunn-
ar, eða jarðir, sem liggja einangraðar útúr og hafa
mjög erfiðar samgöngur.
í tví- eða margbýli búa 1464 bændur. Jarðirnar sem
þeir búa á eru l'lestar í vissum sveitum, og þá oftast
þar se.m þéttbýlið er mest og samgöngurnar beztar.
Þetta sýnir mjög ljóslega að í þjóðlífinu eru straumar,
sem bera fólkið saman, það unir ekki einangruninni,
en þráir þéttbýlið og félagslífið, sem því fylgir.
Annars hefir býlum í sveit farið fækkandi hinn síð-
asta mannsaldur, og eru enn fækkandi. Þó fæðast fleiri
en deyja í sveitinni, og ætti eðlilegur vöxtur sveita-
iolksins að vera um 560 manns á ári. Af skýrslum sést
líka, að fleiri hjón giftast árlega í sveitinni, en nemur
tölu liændanna, sem deyja, og hætta að búa. Telst svo
til að upp þurl'i að koma á hverju ári um 100 nýbýli
í sveitum landsins, ættu öll nýgiftu hjónin að geta reist
sjálfstætt hú á eigin jörð.
Til þessa, er eklti hægt að segja að neitt hafi verið
gert til að skapa möguleika fyrir býlafjölgun í sveit-
inni. Því hefir strauminn borið iolkið þangað, sem það
hafði möguleika til að reisa eigin heimili, þó af litlum
efnum væri, en það var við sjóinn, í kaupstöðum og
kauptúnum. Það er því alveg tvímælalaus skylda oklcar,
sem nú byggjum landið, að skapa skilyrði til þess, að
nýtt landnám geti nú liafizt, skilyrði til þess að nýbýli
sé hægt að stofna, svo fólkið þurfi ekki, þrátt fyrir okk-
ar mikla landrými, að yfirgefa sveitirnar vegna
þrengsla, og flytja að sjónum. Þrengslin í sveitinni, eru
að vísu ekki lil nema í landsvenjum og landslögum,
en því auðveldara ætti að vera, að kippa þeim í burtu.
Mjög er enn langt frá því, að bændur landsins búi
við þau húsakynni og þau þægindi, sem nútíma menn-
ingin heimtar.