Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 165
BÚNAÐARRIT
159
sérstakar ncfndir lil að rannsaka og gera tillögur um
sérstök málefni, hvort sem þau koma frá félaginu
sjálfu eða deildum þess, eða annarsstaðar frá t. d.
lagafrumvörp, er snerta landbúnaðinn. Einnig getur
það, eða miðstjórn, tilnefnt fulltrúa til þess að mœta
á fundum og þingum utanlands eða innan, þar sem
landbúnaðarmál eru rædd, eða önnur mál, er á ein-
hvern hátt snerta landbúnaðinn fjárhagslega, skipu-
lagslega eða á annan hátt. Svo vakir það og yfir því
að koma sínum fulltrúum að í allar nefndir, sem
stjórnarvöldin, félög eða stofnanir skipa, ef starfsvið
þeirra kemur landbúnaðinum eitthvað við, beint eða
óbeint.
Þannig er félagið vökumaður norsku bændastéttar-
innar á öllum sviðum.
Aðalfund sinn — landsfund — heldur félagið um
Jónsmessu ár hvert og flytur hann ár frá ári frá einu
fylki til annars. Allir meðlimir félagsins hafa rétt til
að mæta á landsfundi og hafa þar málfrelsi og tillögu-
rétt, en atkvæðisrétt hafa aðeins meðlimir fulltrúa-
ráðsins, þar á meðal miðstjórnin, fulltrúar félags-
deilda — 1 fyrir hverja 50 meðlimi þeirra, — fulltrú-
ar æfifélaga, einnig 1 fyrir hverja 50, og loks meðlimir
fjárhagsnefndar.
Formaður félagsins er forseti landsfundar, og hefir
úrslitaatkvæði, ef atkvæði eru jöfn. Málum, er fund-
arinenn hera fram á landsfundi, verður eigi ráðið þar
til lykta, fyr en framlcvæmdaráð, eða sérstaklega
kosin nefnd þar á l'undinum, hefir haft þau til með-
ferðar. Svo getur og miðstjórnin neitað að taka slilc
mál á dagskrá, fyr cn hún hefir haft þau til umræðu
sín á milli.
Landsfundir sambandsins eru nú orðið mjög fjöl-
inennir. Þar mæta venjulega 4—5000 hændur og' ann-
að sveitafólk víðsvegar að, en vitanlega flest úr þvi
fylki þar sem landsfundurinn er haldinn í hvert