Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 91
B Ú N A Ð A R R I T
85
getur fariö svo, að öll uppskera útsteypist í kláða,
þótt notað hafi verið heilbrigt útsæði. Og það gagn-
stæða getur líka orðið uppi á teningnum; uppskeran
getur verið alheil, þótt útsæðið hafi ekki verið það,
en það verður aðeins með því móti, að jarðvegurinn
liafi verið súr. Á fóðurrófum, gulrófum, gulrótum og
bitum (sykurrófum, rauðbitum o. fl.) kemur kláði
einnig fyrir. Og hér eru það hinir sömu sýklar og
þeir, er valda lcartöflukláða. enda verður sýkinnar að-
allega þar vart, sem jarðepli sýkjast mest.
Vnrnir: Það borgar sig varla að afsveppa jarðeplin,
þareð sýklarnir lifa í jarðveginum. Ráðstafanirnar
verða aðallega að vera þær, að gæta þess að jarðveg-
urinn verði ekki basisltur. Saur, ösku, steypuefni eða
önnur basisk efni má helzt ekki láta í garðana, og í
slað saltpétursáburðar og kalíáburðar verður að nota
brennisteinssúrt ammoníak og kainit. Húsdýraáburð
verður einnig að nota með varkárni. Sé kalk borið á,
þá skal gera það, þegar búið er að taka upp, en eklci
áður en sett er í garðinn.
Nú höfum vér litið á nokkur einstölc dæini bakt-
eríusjúkdóma, og að endingu skulum vér taka saman
stutt yfirlit yfir þá.
Einkennin. Vér höfuxn séð að sjúkdómarnir geta
lýst sér á ýmsan hátt, eftir því hvaða bakteríur valda
þeim. Séu hinir sýktu vefir nxjúkir og votir, kemur
oftast votrotnun franx (stöngulsýki), eix stundum er
þó rotnunin þurr (brixnrotnun káltegundanixa). Und-
ii' öðrum kringumstæðum koma franx Ixólguhnxiðar
(rótarhálsbólga) eða sár, sem minna á krabbamein
(eldvisnun perutrjánna), en stundum sýkjast aðeins
blettir á blöðum og stönglunx (blettaveiki káltegund-
aixna). Ef bakteríxirnar leggjast á æðastrengi plantn-
anna, kemur visnuix í ljós, en samfara heixni geta
ýnxsar aðrar skcmmdir orðið. Þau einkenixi, sem hér