Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 181
Jarðabæturnar 1933.
Samkvæmt skýrslum trúnaðarmanna Búnaðarfél-
ags Islands um jarðabætur mældar 1933 og styrkhæfar
eru, samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna, hefir mæl-
ing farið fram i 216 húnaðarfélögum, hjá 4683 jarða-
bótamönnum, og jarðbótadagsverkin eru alls 478215,
jarðahótastyrkurinn til einstaklinga kr. 451715,51, en
til búnaðarfélaganna sjálfra kr. 23774,49, eða samtals
kr. 475490,00.
I öðru lagi hafa trúnaðarmennirnir mælt jarðabæt-
ur til landskuldargreiðslu, skv. V. kafla, hjá 331 lands-
seta þjóð- og kirkjujarða, 14547 dagsvrk á kr. 3,00 og
15 dagsverk á kr. 2,004) Þessar jarðabætur eru því alls
14562 dagsverk og afgjaldsmáttur þeirra kr. 43671,00.
Styrkgreiðslur ríkissjóðs 1934, samkvæmt II. og V.
kafla jarðræktarlaganna, verða því þessar:
1. Samkvæmt II. kafla:
a. Til einstaklinga . . kr. 451715,51
h. Til búnaðarfélaga — 23774,49
------------ kr. 475490,00
2. Samkvæmt V. kafla................. — 43671,00
Alls kr. 519161,00
Auk þessara jarðahóta voru mæld 31486 dagsverk,
sem ekki eru styrkhæf samkvæmt II. og V. kafla, verða
þá jarðabótadagsverkin, sem mæld voru 1933 alls
524263, og jarðabótamennirnir eru alls 5098. Þessar
1) Fyrir bessi 15 dagsverk mun einnig vera greiddur styrkur,.
1 kr. á dagsverk, sanikvæmt II. kafla.