Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 96
90
BÚNAÐARRIT
reynt að reikna hana út með því að sía smitvessana
i gegn um margskonar síur, bæði venjulegar bakt-
eríusíur og eins gegn um þær fínustu síur, sem til eru
(Ultrafilter). Fínustu síurnar hleypa engum smit-
vessum í gegn um sig. og því hafa menn sett stærð
vessakornanna á milli 5 og 30 ^ ^ (1 ^ er 0,001
sem er 0,000001 mm). Til samanburðar má nefna, að
ein sameind eggjahvítualbumíns er um 4—5 /x /x. En
við svona rannsóknir verður að gæta varúðar við að
draga of víðtækar ályktanir. Það er margt, sem getur
gert síun svona lítilla korna erfiða. Til dæmis raf-
hleðsla kornanna og síunnar, aðsog kornannaað eggja-
hvítu-efnum, magn eggjahvítuefna í upplausninni, hit-
inn, þrýstingurinn og ýmislegt annað, sem mönnum
oft hefir yfirsést.
Með smásjánni hal'a menn einnig reynt að fá vitn-
eskju um stærð kornanna í virus-upplausnunum. Með
útfjólubláu Ijósi og kvarzlinsum hefir tekizt að ljós-
mynda korn, sem eru svo lítil, að þau eru ósýnileg
í hinum heztu smásjám. En slík ljósmyndun tekur
mjög langan tíma og fáar rannsóknir hafa verið gerð-
ar í þessa átt. Menn hafa líkað liugsað sér að búa til
nýjar smásjár með demanti eða öðrum steinum i, i
stað glers, því að þá væri unnt að fá ineiri stækkun
fram. Þá yrðu smásjárnar miklu skarpari heldur en
þær, er vér nú höfum með gler- og kvarzlinsum. En
demantarnir krefjast miklu sterkara ljósbrots í
glæruvökvanum (Immersionsvædske). En sá völcvi,
sem menn vita til að hrjóti ljósið mest, er Monobrom-
naphtalen, og ljóshrotið í honum er því miður ekki
nema 1,66. Það má reikna út, að ef demantar væru
notaðir í stað glers, og til væri vökvi, sem hefði ljós-
brotið 2,4, þá gætum vér séð korn, sem eru aðeins
helmingur þeirra minnstu korna, er vér nú sjáum.
En það er ekki víst að sú stækkun sé nóg.
Aðan var minnst á, að smitvessasjúlcdómar væru