Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 67
B Ú N A Ð A R R I T
<>1
lífsskilyrðunum. Og í samræmi við hugmyndir þeirra
tima á sviði þróunarkenningarinnar, héldu rnenn, að
svona nýáunnir eiginleikar gengju að erfðum og fest-
ust við afkvæmin. Þessi kenning um arfgengi áunn-
inna eiginleika, Lamnrckisminn, hefir ekki staðizt
tímans tönn. í erfðavísindum nútímans líta menn á
þetta sem hillingar, sem endurspeglun veruleikans,
en eiíki veruleikan sjálfan. Vér verðum að Hta á þær
núverandi tegundir, sem óbreytanlegar einingar hvað
arfgengi snertir, einhverskonar kerfi í hvíldarstöðu.
Nýjar tegundir verða ekki til við hæga tillíkingu tii
hinna breyttu lifskjara, hchlur einungis við snöggar
breytingar eða — og miklu fremur — við víxlfrjófg-
un. Bráðlega munum vér einnig verða þess vísari, að
við nákvæmar rannsóknir á óbreytanleik (Konstans)
smitunarafbrigðanna, hefir það komið í Ijós, að þær
mótast ekki af lífskjörunum. En áður er nauðsynlegt
að þér kynnist nýju hugtaki, er kalla mætti „tilbera“
(Brovært).
Áður var neí'nt, að plöntusjúkdómafræðingarnir
litu svo á, að snikjusveppur gæti smám saman vanist
nýjum plöntum. Menn héldu, að smitunarafbrigð-
in væru tillikingar, og að smitunarafl þeirra tæki arl'-
gengri breytingu, er þau kæmust á nýjar plöntur. Til
þcss að styðja þessa skoðun, drógu menn dæmi af
svonefndum „tilberum", þ. e. a. s. plöntum, sem gátu
„handlangað“ sníkjusvepp frá næmri tegund yfir á
enn ónæmar tegundir. Eg vil nefna nokkur dæmi.
Árið 1903 skýrði Englendingurinn Ward frá því,
að við rannsóknir á l'axgresisbrúnryði og smitunar-
al'li þess, liefði hann komist að raun um þetta ein-
kennilega atriði: Faxgresistegund (Bromus), sem vér
getum nel’nt A, var mjög næm fyrir brúnryði, en brún-
ryðið smitaði ekki tegund, sem við köllum B. En ef
þriðja faxgresistegundin, C, var smituð með brúnryði
al' A og ryðsveppur síðan fluttur frá C til B, þá varð