Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 22
1(5
BÚNAÐARRIT
sízt, til þess að geta hafið baráttu gegn sjúkdóminum.
Þér kunnið að vilja koma með þá mótbáru, að bæði
i læknisfræði og plöntusjúkdómafræði þekkja menn
ýmsa sjúkdóma, án þess að orsakir þeirra séu kunnar,
eins og t. d. mislinga, skarlatssótt og hina svonefndu
„virus“-sjúkdóma plantnanna, og þessa sjúkdóma
geta menn þó harizt við með góðum árangri. Þetta er
hárrétt, en aðferðina til þess að verjast og berjast við
þessa sjúkdóma hafa menn fundið „per analoqiam“,
þ. e. með því að líkja þeim við reynslu inanna á öðr-
um sjúkdómum, sem staí'a af þekktum orsökum, á-
samt ineð visindalegri hugkvæmni og með samhæf-
ingarhæfileikum (Kombinationsevne).
Hin vísindalega plöntusjúkdómafræði byrjaði rétti-
lega á því að leita að orsökum sjúkdómanna, en hún
leiddi lengi hjá sér meðferð þeirra, því að á öllu hinu
Kúhnska tímábili urðu engar verulegar framfarir á
þessu sviði.
Uppgötvun Bordeauxvökvans 1883 breytti þessu á
svipstundu. Um þetta leyti var eins og viðhorf plöntu-
sjúkdómafræðinganna gerhreyltist. Þeir hurfu frá hin-
um tómu kenningum og köstuðu sér yl'ir hagnýt
spursmál. Reynslan frá lesstofunum og rannsóknar-
stofunum fluttist út á akrana, tilraunir voru gerðar
og ný ráð fundin og reynd. Vísindamennirnir fylgd-
ust nú með tímanum, er landbúnaðurinn tók stór-
stígum framförum og tóku með heiðri þátt í sigrum
hans. Það var fyrst á hinu nýja hagnýta skeiði plöntu-
sjúkdómafræðinnar, að verulegar ráðstafanir gegn
plöntusjúkdómunum náðu að þróast. Það er þessi
þróun, sem er efni þessa kafla, en ekki er ætlunin að
lýsa henni sögulega. Það myndi taka of langan tíma
og auk þess hindra yfirlitið yfir efnið. Bezta yfirlitið
fæst með því, að skipta kaflanum el'tir hinum ýmsu
ráðstöfunum ineð hentugu vali á dæmum.
Hvað orðinu ráðstafanir viðvikur, þá segir það eklti