Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 128
122
BÚNAÐARRIT
— Efnagreiningar sýna að í töðunni okkar og heyinu
yfirleitt er töluvert að eggjahvítuefnum, sérstaklega ef
það er gott og vel verkað. — Þess má geta, að eggja-
hvítuel'nin geta komið að notum sem orkugjafi, en það
þykir yfirleitt óhyggilegt, að nota þau mikið á þann
hátt. Er það þrennt, sem því veldur: í fyrsta lagi not-
ast eggjahvítuefnn þá mikið lakar. I öðru lagi getur
óhæfilega eggjahvituríkt fóður haft óheppileg áhrif á
húféð, og jafnvel dregið úr mjólkurmyndun hjá kúm.
I þriðja lagi eru eggjahvítuefnin í aðkeyptu fóðri að
jafnaði dýrari en hin næringarefnin. Undantekningar
geta þó verið frá þessu, og svo var t. d. hér hjá okkur
í haust. Þá var verðlagi á kjarnfóðri þann veg háttað,
að fóðureiningin í sildarmjöli var fullt eins ódýr og í
maís, en síldarmjöl er, eins og kunnugt er, mjög eggja-
hvíturíkur fóðurbætir, en maisinn tiltölulega eggja-
hvítusnauður.
Af steinefnum eru einkum kalk og fosfórsýra nauð-
svnleg. Þau geta aldrei komið að notum sem orku-
gjafi, en eru eigi að síður mjög þýðingarmikil nær-
ingarefni, sem hafa vissum sérstörfum að gegna, t. d.
við myndun og viðhald beinanjia, mjólkurmyndun o. fl,
Um bætiefni eða vítamín er mikið talað nú á tímum,
en þó er skannnt síðan menn vissu um tilveru þeirra
og þýðingu. Fullvíst er, að vöntun sumra þeirra getur
staðið búfé að miklu leyti fyrir þrifum, þó að nóg sé
af allri annari næringu. Það er nú fullsannað að bú-
l’jártegundir þær, sem um er að ræða hér á landi, að
alifuglum undanskildum, hafa ekki verulega þörf fyrir
fleiri en tvö bætiefni, og eru þau venjulega táknuð
með bókstöfunum A og D. í góðu, snemmslegnu og vel
verkuðu heyi, af ræktuðu landi, finnast hæði þessi
efni, og einnig hin nauðsynlegu steinefni: kalk og fos-
fórsýra.
Þá er kominn tími til þess að ég snúi mér að efna-
greiningunum. Sýnishornin, sem rannsökuð voru, eru