Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 149
BÚNAÐARRIT
143
liggja í ýmiskonar vanhöldum, sem oft eru að kenna
miður góðri fjárhirðingu. Það er því venjan, að geldu
ærnar gefi minni arð en þær, sem með lömbum eru,
og her því alveg ákveðið að stefna að því, að geldu
ærnar verði sem fæstar. I fimm sýslum eru geldu
ærnar milli 6 og 7% af ærfjöldanum. Það er eðlilegt,
en þó gæti sú tala vafalaust lækkað. En í hinum sýsl-
unum öllum eru þær fleiri, og þar á að vera hægt að
auka arðinn aí' sauðfjárhúinu með því að fækka geldu
ánum.
Sauðir eru nær horfnir hjá meðalbóndanum, þegar
frá eru teknar Skaftafellssýslur, Rangárvallasýsla og
Árnessýsia. Það sést því, að þeir halda enn velli í snjó-
léttasta liluta landsins, en annarsstaðar ekki, nema
rétt hjá stöku manni. Á þessu svæði er líka langur
rekstur á sláturfé, og á nokkru af því er um sumar-
markað að ræða, og á þetta hvorutveggja sinn þátt í
því, að sauðaeign er enn í þessum sýslum.
Gemlingaeignin er mismikil, miðað við alla fjártöl-
una hjá meðalbóndanum. Sauðirnir valda hér nokkru
um þar sein þeir eru. En misjöfn ending fjárins og
misjöfn vanhöld valda hér líka miklu. Báðum þessum
atriðum liefir verið gefinn oflílill gaumur. Það orkar
ekki tvhnælis, að ending fjárins hefir farið minnkandi,
og við val líl'fjárins hefir þessu atriði verið gefinn of
lítill gaumur. Til þessa þarf að taka meira tillit í fram-
tíðinni. Velja líflömbin af þeim ættunum, sem bæði
gefa heztan arð árlega, og líka endast vel. Því það
skiptir ekki litlu um arðsemi fjárbúsins, hvort yngja
þarf upp ærnar 0. hvert ár, cða ekki nema 10. eða 12.
hvert. Þá hefir hitt ekki síður þýðingu, hvort ala þarf
upp svo eða svo mikið af gemlingum til að koma í stað
kinda, sem hröklcva upp af fyrir ýmiskonar vanhöld.
Því minni sem þau geta orðið, þess meiri arðs er að
vænta af fjárbúinu. Hér er það meiri natni í allri
umhirðu, samhliða hetri meðlerð, sem þarf. Með henni