Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 16
10
BÚNAÐARRIT
um tíma. Þessar spírur deyja venjulega áður en þær
komast upp úr jörðinni, en komist aðeins ein einasta
spíra upp, er myndi hnúðfrumur á yfirborðinu, er það
nóg til þess að koma sýkinni á stað. Þar, sem skil-
yrðin eru hagstæð, geta hnúðfrumurnar varðveitt spír-
unarhæfileika sína mánaðartíma. Síðla vors, áður en
farsóttin er byrjuð, er stundum unnt að koma auga á
einstaka hrúnblettótta og röndótta stöngla, sem hera
einstaka hnúðfrumur. Þessi einkenni lioða liina ill-
ræmdu farsótt sumarsins.
Veðurfarið er eitt af þeim skilyrðum, er hefir hvað
mesta þýðingu fyrir smitun og útbreiðslu veikinnar,
því að rakt og hlýtl veður í júlí og ágústmánuði veld-
ur mikilli sýki, en þurrt veður á þessuin sama tíma
dregur úr árás hennar. Tími sá, sem sýkin breiðist
út á, fer eftir veðurfari hvers árs, og í Norður-Evrópu
er veðráttufar þannig, að veikin lielzt að jafnaði
við, þar sem hún er komin og við og við má búast
við henni, sem versta faraldri. Rakur og leirborinn
jarðvegur eykur sjúkdómshættuna, einkum á jarð-
eplunum, en þurr og hæfilega grófur jarðvegur
dregur úr henni. Garðar, sem liggja lágt, verða fyrir
meira tjóni en þeir, sem liggja hátt.
Þótt verulegur munur sé á næmi kartöfluafhrigð-
aima, er samt ekkert þeirra alveg ónæmt. Tilraunir, er
gerðar hafa verið til þess að búa slík afbrigði til, með
því að láta ræktuð og óræktuð kartöfluafbrigði æxl-
ast, hafa enn eigi borið nægan árangur. Næmið er að-
allega komið undir þroskaaldri blaðanna (fysiologisk
Alder), er smitunin á sér stað. Er hraðvaxta afbrigði
veikjast fremur en seinvaxta, er orsökin sú, að hinar
seinvaxta ná svo seint hinum „hættulega aldri“, að
faraldurinn er þá í rénum. Það getur verið mjög mik-
ill munur á næmi kartöflugrassins og jarðeplanna hjá
sömu tegund. T. d. er grasinu á Magnum bonum mjög
hætt við sýkingu, en jarðeplin eru fremur ónæm. Eins