Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 131
BÚNAÐARRIT
125
af töðu, sem rannsökuð voru, er „léttara", næringar-
minna, en meðaltaðan, skal hér tekið dæmi. ■— Há-
markstöðugjöf hcr sunnanlands má telja 14—15 kg. pr.
kú á dag. Væri um meðaltöðu að ræða má gera ráð
fyrir, að kýrin geti með þessari gjöf, án fóðurbætis,
mjólkað ca 10 1 á dag, án />ess nð lcggja af. Eg vil
vekja athygli á því, að ég segi án þess að leggja af. Ég
veit það vel að kýr geta fyrst eftir burð komizt í tölu-
vert hærri nyt en 10 1 á dag, þó að þær fái ekkert kjarn-
fóður, og ef þær eru feitar, geta þær jafnvel haldið
þessari tiltölulega háu nyt nokkurn tíma, nefnilega
meðan þær eru að mjólka af sér holdin, en að því loknu
geldast þær, ef þeim er ekki gefinn fóðurbætir. Ef miðað
er við að 2,5 kg þurfi í fóðureininguna, en það var
ineðalfóðurgildi hinnar rannsökuðu töðu frá í sumar,
er ekki hægt að búast við að kýrin mjólki meira en
8 1 á dag, án þess að leggja af, ])ó að hún éti 14—15 kg
af þessari töðu. Vilji menn halda kúnni í hærri nyt til
lengdar, þarf að gefa kjarnfóður, og meira kjarnfóður
en venja er til. Ég hefi ávallt mælt með því, að bændur
noti síldarmjöl og maís handa kúm sínum, og mun nú
sem endranær, í langflestum tilfellum, vera hæfilegt
að blanda kjarnfóðrið þannig, að eitt kg af síldarmjöli
komi á móti þrem kg af maís. Kýr sem mjólkar 15 1
af meðalfeitri mjólk á dag, og étur 14—15 kg af meðal-
töðunni l'rá í sumar, þarf til viðbótar að la 2,8 kg af
slíkri fóðurblöndu, ef hún á að lialda þessari nyt til
lengdar. Séu notaðar tilbúnar fóðurblandanir frá Sam-
bandinu eða Mjólkurfélaginu þarf álíka mikið af þeim.
Þá skal ég fara nokkrum orðum um einstök sýnis-
horn. Bezta sýnishornið var úr nýræktartöðu frá Deild-
artungu. Grasið var slegið 22. júní og heyið hirt um
mánaðamótin júní og júlí. Mér reiknaðist að af þess-
ari töðu þyrfti rétt 2,0 kg í fóðureiningu með 130 g
af meltanleguin eggjahvítuefnum. Næst bezt var ný-
ræktartaða frá Suður-Vílc í Mýrdal, slegin 10. júni og