Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 175
BÚNAÐARRIT
169
ar í Noregi. Strax á 1. ári fékk það því lil vegar koniið,
að 2 mönnum var veittur styrkur úr ríkissjóði, til
þess að kynna sér samvinnumál annara þjóða, þar
sem helzt var að leita fyrirmynda. Þeir skrifuðu all-
stóra bók um samvinnumál, þegar þeir komu úr þeirri
för, og annar þeirra fór viðsvegar um landið og flutti
erindi um þessi mál, hvatti til framkvæmda og leið-
beindi um fyrirkomulagið. Upp af þessu spratt svo
kaupfélagsskapur bændanna, sem einungis selur vör-
ur til bænda og hefir sitt sambandsfélag „Fælles-
kjöpet“ í öllum stærstu borgunum og smærri félög
víðsvegar, og 1930 var talið að bændurnir gerðu þá
um 60% af öllum innkaupum sínum hjá kaupfélög-
unum. Samböndin hafa samábyrgð og selja gegn
greiðslu út í hönd, en það þýðir reyndar í þessu sam-
bandi mánaðargjaldfestur. Sé þá ekki.greitt skilvís-
lega, þá er viðskiftum lolcað fyrir hlutaðeigandi kaup-
félagi, og sé ekki greitt áður en liðnir eru 3 mánuðir
frá gjalddaga, þá er gengið að skuldunaut, og rentur
af skuldinni reiknast þá 2% hærri en forvextir þjóð-
bankans á sama tíma. Og sá sem ekki stendur í skil-
um á réttum tíma, fyrirgerir rétti sínum til uppbótar
um áramót.
Sum samböndin höfðu innlánsdeildir, sem ávöxt-
uðu sparifé bænda, og þær voru fyrsti vísir til Bænda-
bankans, sem stofnaður var 1918 í Osló. Bankinn er
hlutafélag að forminu til. Stofnféð var 10,5 milljónir,
þar af lögðu bændur fram 7,375,000 og 2,375,000
komu frá sparisjóðum í sveitum undir stjórn bænda,
en 750,000 frá sambandskaupfélögum, sláturfélögum,
mjólkurbúum og víðar að. Hlutabréfin hljóða upp á
500 krónur og fylgir þeim tvöföld ábyrgð. Bankanum
hel'ir farnast vel og befir árlega greitt 4—6% í arð.
Bankinn lánar 50—60% af fasteignamatsverði.
í sambandi við samábyrgðina í kaupfélögunum liefir
bændafélagið komið á fót samtryggingu, þar sem