Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 59
B Ú N A Ð A R R I T
53
það ávallt hina sömn uppskeru. En eí' afbrigðið tek-
ur ,,arfgengan“ sjúkdóm, eins og blaðvefjuveikina,
ijreytast vaxtarskilyrðin, uppskeran rýrnar og úr-
kynjast því meir, því lengra sem líður. Það er ekki
hin sífellda kynlausa æxlun, heldur hinn sífelldi vöxt-
ur smitsins í jarðeplunum, sem er orsök hinnar svo-
kölluðu úrkynjunar i Magnum Bonum og öðrum
kartöfluafbrigðum..
Þessi ruglingur á hugtökunum er afsakanlegur, því
að áður en mcnn þekktu smitunarleiðir blaðvefju-
veikinnar, gat engan rennt grun í, að hér væri uin
einstaklega vel duldar falserfðir að ræða.
Blaðvefjuveikin er mjög erfiður þröskuldur í vegi
allra kartöflukynbóta og útsæðisræktunar. Þar, sem
hlaðvefjuveiki gætir að nokkuru ráði, ætti ekki að leyfa
útsæðisrækt sakir þess, að jarðeplin bera veikina með
sér. Það er enginn, sem hefir hag af því að kaupa
blaðvefjuveikar kartöflur, og allra sízt til útsæðis. Þeir
stofnar, sem notaðir eru til útsæðisræktunar, verða að
vera heilbrigðir, og kartöfluekrurnar verður að vclja
með tilliti til þess, að það eru aðallega blaðlýsnar,
sem bera veikina. Þess vegna er bezt að velja liéruð,
er liafa óblíða veðráttu, til slíkrar ræktunar, í stað
hlýrra og skjólgóðra staða.
b. Hið kjarræna næmi. í sameiningu kveða allir
erfðavisar einhverrar plöntu á um það, sein við nefn-
um eðlisfar hennar. Allir einstaklingar innan hins
sama ,,klons“ hafa nákvæmlega hið sama eðlisfar, —
en það er langt frá því, að þeir séu allir eins að útliti,
að þeir hafi sama svipfar. Ef vér athugum alla ein-
staklinga innan einhvers „kIons“, t. d. meðal hrein-
ræktaðra kartaflna, þá finnum vér ótal tilbreytingar
á útlitinu. Þrátt fyrir mjög nána athugun gæti ef til vill
verið ómögulegt að finna tvo einstaklinga, sem væru
eins að öllu lejdi. Orsökina til þess vitum vér öll: Það
eru hin mismunandi vaxtarskilyrði, sem plönturnar