Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 21
B Ú N A Ð A R R I T
15
hinnar dauðu náttúru, veðurfarsins, jarðvegsins o. s.
frv., en í því liggja verðleikar höfundarins. Hvað því
síðarnefnda viðvíkur, þá er hann á sama máli og hir.ir
gömlu plöntusjúkdómafræðingar, en hann er laus við
slcilningsskort þeirra og þvælu, og í kerfi hans eru þeir
sjúkdómar, sem ekki eru al' völdum sýkla, og þeir,
sem orsakast af sýklum, greindir hver út af fyrir sig.
Þeim sjúkdómum, sem nánar hafa verið rannsakaðir,
fylgja varúðarráðstafanir og ráðleggingar, er hyggðar
eru á vísindalegum grundvelli og hafa þær verið þraut-
reyndar. Bókin er fyrirmynd að nákvæmni, og hún
myndar nýtt skeið með því að nota hina vísindalega
reynslu. Höfundur hennar á fullkomlega þann heiður
skilinn, að vera talinn faðir plöntusjúkdómafræði nú-
tímans.
Undir ægishjálmi de Banjf; og Kiihns óx hin nýja
vísindagrein, plöntusjúkdómafræðin, hröðuin skref-
um og hver sigurinn rak annann. Orsakir margra
plöntusjúkdóma voru nú fundnar og skýrðar, og varn-
arráðstafanir, sem enn voru þó á bernskuskeiði,
fundnar. Aðferðirnar við varnarráðstafanirnar og
lækningarnar voru þó allt þetta skeið á líku reki og
Kiihn skildi við þær árið 1853. Á þessu varð engin
veruleg breyting fyr en 1883, er Bordeauxvölcvinn
boðaði nýtt skeið í sögu plöntusjúkdómanna og vörn-
um gegn þeim.
II. Þróun varnarráðstafana.
Eins og greint hefir verið í kaflanum hér á undan,
var plöntusjúkdómafræðin aðallega bundin við or-
sakasamhenkið milli svepps og sjúkdóms, á hinu fyrra
skeiði sínu frá 1853—83. Og það var ekki nema eðli-
legt. Nákvæm þekking á orsökum hvers sjúkdóms er
fyrsta skilyrðið til þess að skilja gang veikinnar, geta
rannsakað feril smitberanna og ennfremur, og ekki