Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 50
44
B U N A í) A R R I T
ingu o-rðsins. Og um þetta munuð þér heldur ekki
fá mikla fræðslu sakir þess, að þekking vor á ])essu
sviði er enn skammt á veg komin. Vér skulum taka
eitt af áðurnefndum dæmum, hinn gula ryðsvepp
hveitisins, og athuga hvort unnt sé að sýna fram á
aðra arfgenga eiginleika, meðal næmra og ónæmra
hveititegunda, sem séu samfara ónæminu. Því ef hin-
ar ónæmu tegundir væru t. d. ávallt blaðstyttri en þær
næinu, mætti ætla að hin eiginlega orsölc ónæmisins
væru hin stuttu l)löð. Nú finnst að vísu ekki neitt
samband milli stuttra blaða og ónæmis, enda var
varla nokkur von til þess; en er yfirleitt mögulegt að
finna samband milli ónæmis og annara eiginleilca
tegundanna?
Fyrirfram mætti hugsa sér þann möguleika, að eig-
inleikar, svo sem þykk húð, þétt vaxlag eða mikið
hárlag gæti gefið plöntunni einskonar hrynvörn
gegn ryðsveppum. Væri Iíka hugsanlcgt, að því
í'ærri, sem útgufunaropin á hlöðunum væru, því
sjaldnar ætti sýking sér stað, þareð gró ryðsveppsins
komist aðeins inn i blöðin gegnum þessi op. Við ná-
kvæmar rannsóknir á gerð og byggingu næmra og
ónæmra tegunda hefir þó ékki tekizt að finna sam-
hengi milli gerðar plantnanna og ónæmis fyrir
gulryðsvepp. Yfirleitt sýnir reynsla vor, að ónæmi
fyrir einhverjum plöntusjúkdóm, stendur ekki í sam-
hengi við ytri gerð plantnanna. Spurningin um
næmið er elcki líffærafræðileg heldur lífeðlisfræðileg.
Það er mótstöðuafl hinnar lifandi frumu eða skortur
hennar á mótstöðuafli, sem allt veltur ó.
Þér verðið að muna eftir því, að sérhver smit-
andi plöntusjúkdómur er bardagi milli tveggja lif-
andi vera. Bardaginn er háður milli snikils og
plöntu. Afleiðingar þessa hardaga lýsa sér í sjú'k-
dómnuin, og það er aflsmunurinn milli sníkilsins og
plöntunnar, sem kveður á um næmið. Af þessu má