Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 84
78
B Ú N A Ð A R R I T
strengir eins og brún strik eða svartir deplar. Þróun
sjúkdómsins fer eftir því, á hvaða plöntutegund hann
er. Kálstönglarnir standast venjulega veikina vel
(sakir viðarmyndunar í stönglunum), en kjötkenndar
rætur, eins og gulrófur og fóðurrófur, rotna fljótt og
verða dökkbrúnar og lausar í sér að innan. Sé hvit-
rotnun (Hvidbakteriose, Erwinia cartovora) samfara
brúnrotnuninni, kemur votrotnun fram. Smitun á sér
einnig oft stað gegnum sár á rótunum, sem lirfa kál-
flugunnar hefir nagað. Bakteríurnar komast þá inn
í rófurnar og breiðast út um þær allar í vetrargeymsl-
unni. Það hcfir verið sýnt fram á, að veikin getur
borist með fræi yfir á kímplönturnar og þaðan breið-
ist hún ört út, einkum þegar veður er hlýtt og rakt.
Varnir: Fræ kálplantnanna verður að rækta á
þeim stöðum, þar sein litið eða ekki hefir orðið vart
við hrúnrotnunina. Til frekari vissu um að fræsmitun
eigi sér ekki stað, verður að afsveppa fræið í sublimati
(0.1% í 30 mín.), eða í lífrænu kvikasilfursmeðali.
Þær plöntur, sem veikinnar verður vart á, verður að
stinga upp og eyðileggjá. Öll kálhöfuð verður að at-
huga gaumgæfilega, áður en þau eru tekin í vetrar-
geymslu og geymslustaðurinn verður að vera þurr
og kaldur. (Hiti undir 4°). Jarðvegur, áburður og
annað, sem ef til vill geymir leifar plantna af kross-
blómaættinni, getur verið smitandi. Einnig getur ver-
ið nauðsjmlegt, að sótthreinsa mold í fræbeðuin (með
liita eða Uspulun).
3. Brúnrotnun kálplantnanna hefir brúnlitun æða-
strengjanna og þurrotnun í íor með sér. En í því
dæmi, sem ég tck nú næst, munuð þér komast að
raun um, að bakteríurnar geta einnig valdið votri
rotnun í vefjum plantnanna.
Svartfætluveikin eða njólasýkin (Erwinia phytoph-
tora) á kartöflum kemur mjög greinlega í Ijós um
miðsumarsleytið. Hér og þar í kartöflugörðunum