Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 142
136
B Ú N A Ð A 11 R I T
er tilkostnaðurinn geypilega misjafn við heyöflunina,
eftir því hvort vélum verður komið við eða ekki. Hér
er þvi mikið verkefni óleyst, sem bændur þurfa að
leysa í nálægri framtíð. ÖIl tún þurfa að verða vél-
slæg, og sláttu-, rakstrar- og snúningsvélar þurfa að
komast á hvert býli. Þá verður fóðuröflunin ódýrari
og búskapurinn arðvænlegri.
En jafnframt þurfa túnin að batna í rækt, svo meirí
uppskera fáist af hverjum hlettinum, og svo að stækka,
svo útheyskapur á misjöfnum engjum hverfi.
Búfjáreign landsmanna var í fardögum 1932 seim
hér segir:
Eigendur: Hross Nautgr. Sauöje Geitur Hænsni
Bændur .............. 40435 26329 602704 2061 31612
Aðrir í sveit ........ 4293 807 76915 63 3301
Kauptúnabúar ......... 1093 1280 19705 447 7671
Kaupstaðabúar .... 507 1599 7091 73 12110
Alls .... 46328 30015 706415 2644 54694
í þessu samandregna yfirliti er búfjáreigendum
skipt í hændur, búlausa menn í sveit, kauptúnabúa
og kaupstaðabúa.
Við þessa skýrslu vil ég gera þá atliugasemd, að allt
útlit er fyrir, að hreppstjórar telji sumstaðar allar
skepnur heimilisins fram hjá bóndanum, þó eigendur
séu fleiri. Af þessu leiðir að búlausu mennirnir í sveit-
inni eiga að líkindum eitthvað í'leira af fénaði t. d. í
Mýrasýslu, N.-ísafjarðarsýslu, Árnessýslu og ef til vill
víðar, en hændurnir eiga þá að sama skapi minna.
Það hefir löngum verið viðurkennt, að ekki kæmu
öll kurl til grafar, þegar talið væri fram, og má ætla að
það sé einkum sauðféð og hænsnin sem vantalin séu.
Síðast þegar ég bar saman vorframtal á hreppaskilum
og forðaskoðana hækur í nokkrum hreppum úr tveim
sýslum, komst ég að þeirri niðurstöðu að á sauðfénu
munaði um 10%, sem það var færra í framtali en virki-
lega á fóðrum.