Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 97
13 Ú N A Ð A R R I T
91
smitandi og að smitið gæti runnið í gegn um venju-
legar bakteríusíur. En það eru ýmsir aðrir eiginleik-
ar viðvíkjandi sjúkdómum plantnanna, sem valda
j'.ví, að sjaldan er vafi á því, hvort um smitvessasjúk-
dóm sé að ræða. Af þeim eiginleikum skal ég nefna
þessa: 1. Hinn mikli hraði sýkingarinnar úr því að
sinitvessi er kominn inn í plönturnar. 2. Hin ein
kennilega dreifing smitvessanna inn í plöntunni.
3. Sjúkdómseinkennin, sem smitvessar valda.
Nú skulum vér athuga þessa eiginleika og einkum
sjúkdómseinkennin nánar. Það allra einlcennilegasta
við þcssa sjúkdóma er, að plönturnar sýkjast allar.
Þetta atriði er gjörólíkt því, sem venjulegt er við
svepp- og bakteríusjúkdóma. Bæði sveppirnir og bakt-
eríurnar hafa all takmarkaða útbreiðslu og ná stund-
um ekki nema til einstaks plöntuhluta. Þar, sem um
bólguhnúða er að ræða, eins og vefþrá, er unnt að
skera bólguna burt, og plantan getur þá lifað sínu lífi
alheil. En smitvessasjúkdómarnir eru þannig, að
smitið breiðist út um alla plöntuna, og fyr eða síðar
er unnt að finna það í öllum líffærunum, rótunum,
stönglunum, blöðunum, blómunum og jafnvel í hár-
unum. Þess vegna er ómögulegt að lækna smitvessa-
veika plöntu með skurði.
Útbreiðsla smitvessanna í plöntunum fer fram mcð
feikna hraða. Menn hafa mælt 10—20 cm útbreiðslu-
liraða á klukkutíma í maísplöntum og á bitum jafnvel
36 cm á klukkustund. Útbreiðslan er miklu hraðari
á langveginn en þverveginn, og í einstöku tilfellum
liafa menn ekki getað fundið útbreiðslu smitvessans
á þverveginn í stönglunum. Þetta bendir í þá átt, að
smitvessarnir berast aðallega gegn um æðastrengina og
nýjustu tilraunir hafa sýnt, að flutningurinn fer aðal-
lega fram í sáldvefjunum (Caldwell, 1930). Útbreiðslu
smitvessana er allt öðru vísi varið en útbreiðslu
sveppana. Þeir breiðast tiltölulega hægt út, annað-