Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 139
BÚNAÐARRIT
133
Steinhús eru koniin á liðlegu 1000 jarðir. Mörg af
þeim eru með nútíma þægindum, en hvergi nærri öll.
Sum af þeim eru meira að segja lítt eða ekki upphit-
uð, og eru það vitanlega ekki nútimabústaðir fyrir
fólk að vetrarlagi, eftir því sem kröfur tímans eru.
Timburhús eru á fullum 1000 hæjum. Mörg þeirra
eru orðin gömul, sum yfir 40 ára, og þurfa orðið endur-
byggingar Aið mjög bráðlega. Önnur eru nýleg, og snið-
in við kröfur limans, en tiltölulega eru þau miklu færri
en hin.
Á öllum hinum jörðunum eru torfbæir, mjög mis-
jafnir að gæðum. Sumir þeirra eru góðir, og kannske
hvað beztu húsakynnin, sem fólk býr í, en sumir þeirra,
og þeir eru því miður fleiri, eru mjög fjarri því að
svara til kröfu tímans um loftgæði, hita og þægindi öll.
Af þessu er ljóst að það er meira en lítið verkefni,
sem bíður sveitafólksins og þjóðarinnar í heild. Meg-
inið af hændabýlunum þarf að endurbyggja til þess
að byggingin verði viðunandi, og samtimis þarf að
byggja nýbýli fyrir fólksfjölgun sveitanna.
Rafmagn til heimilisþarfa hafa liðlega 300 hæir, en
á nokkrum er tvíbýli svo bændurnir, sem liafa þess not
verða nokkru fleiri ,eða um 330 alls. 1 Skaftafells-
sýslum er rafmagnið algengast, og þar er það nærri
því þriðji hver bóndi, sem hefir þess not.
Vatn er leitt inn ú liðlega þriðja hverjum bæ í land-
inu. En það eru enn % af bændum landsins, sem verða
að sækja vatnið í brunn eða læk, og hera það í bæinn
og fénaðarhús, hvernig sein viðrar. Hér er eitt af verstu
og erfiðustu vetrarverkunum, og þarf vatnsveita í bæ-
inn að gera það óþarft sem allra fyrst.
Miðstöðvarhitun er á liðlega tíunda hverjum bæ, en
á mikið fleiri bæuin er engin uppbitun.
Af þessu er glöggt, að það er langt í land, þar til allir
bændur í sveitinni búa við þau lífsþægindi í híbýlum
sínum, sem æskilegt væri og nútímann krefst.