Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 9
BÚNAÐARRIT
3
I. Upphaf plöntusjúkdómafræðinnar.
Athuganir manna á plöntusjúkdómunum, og hug-
myndir uin orsakir þeirra, voru þegar til í fornöld, á
blómatíma hinnar semítisku og grísk-rómversku
menningar. En þær hverfa, eins og mörg önnur menn-
ing, í myrkri miðaldanna, þangað til þeim skýtur
upp aftur á endurreisnartímanum; en frá aldamót-
unum 1600 fara þær að smá-festast i náttúrufræði-
bókum og landbúnaðarritum. Þó átti enn að líða lang-
ur tími, eigi styttri en tvær og hálf öld, áður en unnt
yrði að tala um plöntusjúkdómavísindi í nútíma
merkingu orðsins.
Þetta langa tímabil, frá 1600 til hér um bil 1850,
er venjulega nefnt „forsagan“ í sögu plöntusjúkdóma-
fræðinnar, eigi aðeins vegna tímatalsins, heldur einnig
sakir þess, að í vísindum þessa tíma bregður fyrir
leiftrum, björtum eldingum, með löngu millibili, en
of strjálum þó, til þess að lýsa upp leiðina fram und-
an. Á þessu timabili sat hin heimspekilega kenning
um sjálfskviknun lífsins (gencratio spontanea) i önd-
vegi. Þessi kenning heldur því fram, eins og kunnugt
er, að lifandi verur verði til „af sjálfu sér“, óháð öðr-
um lifandi verum, af sömu eða svipaðri tegund. Þótt
menn væru smámsaman farnir að varast það að fylgja
þessari kenningu út í yzlu æsar og til dæmis höfnuðu
þeirri kenningu fornaldarinnar, að froskar og mýs
yrðu til úr leðju Nílfljótsins, þá héldu menn fast í
þessa kenningu, viðvíkjandi hinum smásæju verum.
Hin velþekktu skolpdýr (infusoria) draga einmitt
nafn sitt af því, að þau komu fram í vatni, sem legið
hafði á plöntuhlutum (infusion). Ef hellt var t. d.
vatni á hey og það síðan athugað uiulir smásjá, sást
þar mesti urmull skolpdýra, sem þar af leiðandi —
því miður sögðu menn „þar af leiðandi“ — höfðu
orðið til af sjálfsdáðum í vatninu af heyinu.