Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 87
BÚNAÐARRIT
81
munandi hjá hinum ýmsu afbrigðum. Þannig er t.
(I. Riehters Imperator mjög næmt. Það er alvanalegt,
að uppskerurýrnunin nemi 10—20%, er vaxtarskil-
yrðin eru slæm.
Eins og áður er nefnt, eru það ekki einvörðungu
jarðeplin í moldinni, sem skemmast af völdum njóla-
sýkinnar, því að á geymslustöðunum getur votrotn-
unin grij)ið um sig. Lýsir sjúkdómurinn sér þá þann-
ig: Fyrst koma litlir, brúnir og mjúkir hlettir fram
á yfirborði jarðeplanna. Þessir blettir stækka ört, og
það vætlar úr þeim, er þrýst er á þá. Vefirnir verða
slímkenndir, fyrst hvítir að lit, en síðar verða þeir
gráir, rauðleitir og loks dökkbrúnir og leggur þá af
þeim ramma lykt. Þótt eigi séu nema lá sýkt jarðepli
á vetrargeymslustað, geta þau sýkt út frá sér með
mjög miklum hraða, ef skilyrði til þess eru góð. Það,
sem einkum flýtir fyrir votrotnun, er aðallega þetta:
1. Mikið af særðum. þurrotnuðum eða frosnum jarð-
■eplum innan um hin óskemmdu. 2. Mikill raki. 3. Hiti
yfir 5°, því að undir þeim hita geta bakteríurnar eigi
aukið kyn sitt. Við 8° hita byrjar fjölgunin, en kom-
ist hitinn upp í 15°, rotna öll jarðeplin á örskömmum
tíma og gj öreyðileggj ast.
Varnir: Það er nauðsynlegt að nota heill)rigt út-
sæði lir görðum, sem sýkinnar hel'ir ekki orðið vart i.
tlr þeim görðum, þar sem nokkur hrögð hafa orðið að
sýkinni, má ekki undir neinum kringumstæðum taka
útsæði. Við ræktun litsæðis má ekki bera ofmikið á,
því að þá cr hætt við að sýkingin dyljist frekar sjón-
um. Til þess að koma í veg fyrir smitun i görðunum,
verður að grafa allar sjúkar plöntur upp þegar í stað,
ásamt þeirri mold, sem legið hefir næst þeim, koma
þessu á brott mcð mestu varúð (í poka) og brenna
upp. Svo vcrður og einnig að forðast sem mest að
særa jarðeplin með verkfærunum, og loks að þurka
þau í sól, áður en þeim er komið í geymslu, og eins
6