Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 93
BÚNAÐARRIT
87
rekst maÖur hvað eftir annað ú þetta orð, og er það
þá notað sem nafn á ,.sjúkdómseitri“, eða réttara,
sem samnefni fyrir smitandi efni. Á vorum tímum
þurfum vér ekki á neinu slíku samnefni að halda,
þar eð vér þekkjum eðli sóttkveikjanna. Þess vegna
er eigi aðeins óþarfi að nota þetta gainla hugtak,
heldur er það líka ónothæft. En samt sem áður hafa
menn tekið það upp í plöntusjúkdómafræði vorra
tíma, í miklu jircngri merkingu en áður. Nú nota
menn það sem samnefni fyrir heilan hóp af sérstök-
nm, en enn óþelcktum, smitandi cfnum. Þetta ó-
þekkta smit veldur allmörgum velþekktuin og alvana-
legum sjúkdómum á mönnum, dýrum og plöntum
(mislingar, bóluveiki, gin- og klaufaveiki). En hér
verður aðeins rætt um þessháttar sjúkdóma hjá
plöntunum.
Hollendingurinn ,4. Mayer tók fyrstur manna eftir
„virus“-sjúkdóni á plöntum árið 1886. Var það tígla-
veiki á tóbaksplöntum (Tobak- Mosaiksyge) og nafn
veikinnar er dregið af því, að blöð hinna sýktu tó-
haksplantna tóku.á sig grænar og gular tíglamynd-
anir, líkt og blaðið af Abutilon Thompsoni, sem 7.
mynd sýnir. Það var gömul reynsla manna, að sjúk-
dómurinn lireiddist aðallega út á tóbaksplöntuökrun-
um, er klipið er ofan al’ plöntunum, eins og venju-
legt er, til þess að hin neðri blöðin nái betri þroslta.
Mayer datt þá í hug, að i safa sumra tóbaksplantn-
anna hlyti að vera smit, sem verkamennirnir flyttu
milli plantnanna, er þeir klipu ofan af þeim. Sain-
kvæmt þessari tilgátu hóf Mayer nákvæmar tilraunir,
og með þeim heppnaðist honum að færa sönnur á,
að safi úr tíglaveikum plöntum gæti smitað heil-
brigðar plöntur, ef hann kæmist inn um sár á húð-
inni. Ai’tur á móti átti engin smitun sér stað, ef liúðin
var óskemmd.
Árið 1892 sýndi Rússinn Iwanowski fram á, að