Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 178
172
BÚNAÐARRIT
áður á félagið sitt sterkasta og tryggasta fylgi á þingi
hjá þingmönnum bændaflokksins. En það kemur líka
oft fyrir í þinginu, að bændasjónarmiðið verður öllum
flokkssjónarmiðum yfirsterkara, svo að flestir eða
allir þingbændur (og einnig aðrir þingmenn) snúa
saman bökum og berjast saman fyrir stefnumálum
Bændafélagsins. Og það er vegna áhrifavalds þess, að
annars andstæðir flokksmenn fylkja sér saman um
landbúnaðarmálin.
Nú á dögum verður engum mikilsverðum stefnu-
málum komið fram án góðs blaðakosts. Bændafélagið
hafði i upphafi eitt búnaðarblað: „Landmandsposten“,
því var siðar breytt í dagblaðið „Nationen“, sem er
eitt af stærstu blöðum landsins. Þess er áður getið,
að félagið gefur út ársritið Jonsok fyrir hvern lands-
fund, einnig gefur það úr Böndernes Jul um hver jól,
og félagsblaðið, Norsk Bondeblad, á 14 daga fresti,
en alls eru það nú milli 20 og 30 blöð, sem eru mál-
gögn bændafélagsins, án þess þó að það gefi þau út.
Félagið ver árlega um 30 þús. kr. til fyrirlestra-
halds út um byggðir landsins, einkanlega til þess að
vekja bændur til meðvitundar um og skilnings á stöðu
þeirra í þjóðfélaginu, rétti þeirra og skyldum gagn-
vart því og þess gagnvart þeim. Svo og til að vekja
hjá þeim áhuga á og fylgi við þau málefni, sem efst
eru á baugi hjá félaginu á hverjum tíma. Gegnum
blöðin og fyrirlestrastarfsemina, fundarhöldin og
nefndarstörfin berast boðin og áhrifin fram og aftur
milli félagsins og bændanna.
Félagið hefir líka skrifstofu, sem veitir bændum
lögfræðilegar leiðbeiningar og aðstoð.
í Osló á félagið part í stóru og miklu húsi, Bön-
dernes Hus, er stendur svo sem 5—10 mínútna gang
hvort sem er frá höfninni eða járnbrautarstöðvunum
tveimur í Osló. Þar eru skrifstofur félagsins og margra
aimara félaga og stofnana, er heyra landbúnaðinum