Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 85
B U N A Ð A R R I T
79
visna grösin á örskammri stund og blpðin vefjast
saman. Við jarðaryfirborðið verður stöngullinn brúnn
eða svartur á lit og slímkenndur viðkomu. Oft er hann
þá miklu grennri en venjulegt er. Móðurkartaflan er
þá algjörlega rotnuð, og eftir af henni er aðeins þunn
liúðvefshimna. Ný hnýði hafa annaðhvort ekki mynd-
azt, eða þau eru bæði fá og smá. Auk þess að veikin
gerir vart við sig um hásumarið. getur hún einnig kom-
ið síðar og hægar fram. Minnir hún þá einna mest á
blaðvefjuvciki. í því tilfelli er hnýðismyndunin nolck-
urnveginn eðlileg, en móðurkartaflan er samt áður
sundurrotnuð, enda er það eitt af aðaleinkennum
njólasýkinnar. Eru það svartfætlubakteríur, sem valda
rotnuninni, en þær liafa verið i jarðeplinu, áður en því
var sáð. Úr jarðeplinu flytjast svo bakteríurnar yfir í
spírurnar, sem geta eyðilagst á skömmum tíma, sé
sjúkdómurinn á háu stigi. Geta þær jafnvel dáið, áður
en þær komast upp úr moldinni, og verður þá autt
bil í röðunum. Sé sýkin á lægra stigi, flytjast bakterí-
urnar inn í börk og æðastrengi stöngulsins og stöðva
vökvastrauminn. Þá kemur hin einkennandi svarta
skemmd í neðsta hluta stöngulsins. Sýkin berst til
heilbrigðra jarðepla við að bakteríur flytjast frá
móðurhnýðinu yfir í hin nýmynduðu, og þá rotnar
jarðeplið að innan, eða við að jarðvatn, með bakter-
íum í, snertir heilbrigð jarðepli og smitar þau utan
frá. Fari smitunin þannig fram, lýsir sýkin sér sem
brúnir eða svartir rotblettir, sem vætlar úr við þrýst-
ingu. Við upptökuna blandast þessi jarðepli þeim
heilbrigðu, og á geymslustaðnum geta þau sýkt út
frá sér.
Það er bersýnilegt, samkvæmt því, sem hér hefir
verið sagt, að litsæðið ber smit njólasýkinnar með
sér. Og hin minnst sýktu jarðepli eru einmitt viðsjár-
verðust sakir þess, að menn veita þeim ekki eftirtekt,
þegar útsæðið er valið. Sé slíkt útsæði sett í rakan,