Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 46
40
BÚNAÐARRIT
með kynbótum reyndu menn að sameina þennan eig-
inleika og ýmsa aðra kosti, svo sem öran vöxt, mikla
uppskeru, gott bragð o. fl. Með þessu starí'i, sem fer
aðallega fram á tilraunastöðinni í Ormskirk á Eng- ,
landi, hefir mönnum tekizt að búa til ónæm afbrigði
svo hundruðum skiftir. Meðal þessara afbrigða vil ég
nefna Immune Ashleaf (bráðþroska, gulleit júlí-teg-
und) og Majestic, sem er miðþroska, hvítleit tegimd,
er gefur mikla uppskeru. í Danmörku er ]>oðið með
lögum að rækta þessar tegundir í vörtupestarveikum
jarðvegi, enda eru þær alveg ónæmar fyrir vörtupest.
Hvorki frá Englandi né Danmörku, þar sem vexti
þeirra hefir verið fylgt i 10 ár á nokkur hundruð
vörtupestarveikum svæðum, hefir fundizt eitt einasta
dæmi þess, að þessar tegundir hafi sýkst. Við saman-
burðartilraunir á mjög sýktum jarðvegi á Jótlandi
var Up to date algerlega eyðilögð af vörtupest, en bæði
Majestic og Immune Ashleaf voru alheilar og enga
skemmd var á þeim að sjá, þótt atliugaðar væru með
stækkunargleri.
Slíkt algert ónæmi hjá sumum kartöfluafbrigðum
hefir eðlilega mikla þýðingu fyrir landbúnaðinn. Með
því að rækta þessi kartöfluafbrigði. getur maður
látið sér fátt um finnast um útbreiðslu og tjón af
völdum veikinnar, því að þeim er engin hætta búin
af henni. Á Englandi, þar sem vörtupest er mjög út-
breidd, álíta menn þau afbrigði, sem eru næm fyrir
veikinni, lítils virði, og nýjar næmar tegundir geta
ekki rutt sér til rúms.
Það kartöfluafbrigði, sem er ónæmt fyrir vörtu-
pest, hlýtur að halda áfram að vera það um aldur og )
æfi. Því að kartöflum er aðeins fjölgað á kynlausan
hátt, með hnýðisræktun. Og allir einstaklingar hin&
sama al'brigðis eru í raun og veru aðeins hluti af hin-
um saina einstaklingi, af móðurplöntu afbrigðisins,
og hlýtur þvi arfgengi þeirra að vera hið sama. Slíkir