Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 176
170
BÚNAÐARRIT
menn eiga þess kost að kaupa sér tryggingu gegn
skakkaföllum af samábyrgðinni í þeim, og samábyrgð,
sem hvílir á lántakendum í Norges Kreditforening for
Land- og Skogbrulc, og rekstrarlánafélaginu (Central-
kassen for Böndernes Driftskredit), en það eru hvor-
tveggja lánsstofnanir, sem félagið hefir beitt sér fyrir
að koma á stofn. Og fyrir forgöngu þess var stofnað
endurtryggingarbrunabótafélagið „Samtrygd“, sem
endurtryggir fyrir brunabótafélög sveitanna og
dfeifir þannig ábyrgð hinna einslöku félaga. Eiu-
staklingar geta og keypt þar beina tryggingu.
I samvinnu við Kreditforeningen, sem égnefndi, hef-
ir félagið efnt til sjóðsstofnunar með samskotum um
allt land. Samskotin eiga að renna í „ræktunarsjóð“.
Úr honum má veita ungum mönnum styrk til verk-
legs jarðyrkjunáms, einkum utanlands, en aðallega
á að verja honum til nýræktar. 1930 var sjóðurinn
um 328 þúsund krónur.
Einnig hefir félagið á annan liátt beitt sér mjög
fyrir nýrækt og nýbýlastofnun, skifting stórra jarða,
og eignarnámi á landi til nýræktar, ef á þarf að halda.
Það heldur því fram, að leggja beri áherzlu á það,
að sem ílestir geti orðið sjálfseignarbændur, og óðals-
réttinn beri að tryggja sem bezt.
Félagið átti hlut að því, að sett var verðlagsnefnd
(Priscentralen) sem skráir verð á landbúnaðar- og
sjávarútvegsvörum, svo og landbúnaðarráð, og á þar
fulltrúa.
Enn má geta þcss, að félagið hefir komið upp og
rekur teiknistofu, er gerir teikningar og kostnaðar-
áætlanir fyrir hyggingar í sveitum, og veitir leiðbein-
ingar um byggingar. Er þá lögð áherzla á að endur-
reisa eða lialda við göinlum þjóðlegum byggingar-
stíl, og sameina hann við kröfur og þarfir nútímans
og framtíðarinnar, eftir því sem föng eru á og fyrir
verður séð. í sambandi við þetta hefir félagið fasta