Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 169
BÚNAÐARRIT
163
ast um það, að eiginlega ætti landbúnaðurinn yfir eng-
um framtíðar möguleikum að ráða og tæplega tilveru-
rétt, því að flest eða allt það, sem landbúnaðurinn
framleiddi, mætti lcaupa frá öðrum löndum undir
framleiðslukostnaði innanlands, aðrar stéttir litu
smáum augum á landbúnaðinn og jafnvel bændurn-
ir sjálfir voru að tapa traustinu og virðingunni fyrir
sjálfum sér og sinni stétt, undir þeim erfiðleikum,
scm landbúnaðurinn átti við að búa, á síðustu ára-
tugum 19. aldarinnar.
Forgöngumenn Bændafélagsins voru þó á annari
skoðun. Þeir sáu það, að sjálfstæði þjóðarinnar var
voðinn vís, ef sundunum væri lokað fyrir eflingu
landbúnaðarins, ef ekki væri virðingin vakin aftur
fyrir „móðuratvinnunni" og lialdið fram hlut land-
búnaðarins, að minnsta kosti til jafns við aðra at-
vinnuvegi, og þetla urðu bændurnir sjálfir að gera,
öðrum var ekki trúandi til þess, og það var heldur
ekki sanngjarnt að heimta það af öðrum, ef bænd-
urnir sjálfir voru sinnulausir um sín mál. Sjálf stjórn-
arskráin telur landbúnaðinn meginstoð þjóðfélagsins,
en þó var í stjórnarráðinu ekkert landbúnaðarráðu-
neyti, og á engan eða ófullnægjandi hátt séð fyrir því,
að nokkurrar sérþekkingar nyti við um afgreiðslu
búnaðarmálanna í „Departmentet for det indre“, en
svo kallaðist það ráðuneyti, sem landbúnaðarmálin
lieyrðu undir. Eilt af fyrstu verkum félagsins var að
kippa þessu í lag, og fyrir forgöngu þess var stofn-
að sérstakt landbúnaðarráðuneyti árið 1900. Er það
jafnan siðan skipað einhverjum starfsmönnum, sem
þekkingu hafa á landbúnaðarmálum. Félagið vissi
]iað fyrirfram, sem reynzlan hefir síðar staðfest, að
þá mátti vænta betri undirtekta undir málaleitanir
þess til ríkisstjórnarinnar, ef þar var einhver sérþekk-
ing fyrir, á þeim málefnum, sem félagið beindi þang-
að. Enda hefir það búið málefni sin svo vel undir,