Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 76
70
BÚNABARRIT
En þó er ekki algerlega unnt að byggja á þessu.
Ónæmið getur brugðizt þegar minnst varir, sakir nýs
smitunarafbrigðis, sein annaðhvort er aðflutt eða hel'-
ur „myndazt“ á staðnum.
Þetta síðastnefnda getur viljað til, en annars er
óbreytanleiki smitunarafbrigðanna heppilegur eigin-
leiki fyrir alla, sem við plöntukynbætur fást. Því ef
svo væri, að smitunarafbrigðin gætu smám saman
vanizt nýjum plöntum, mundi það vera til lítils að
framleiða nýjar ónæmar tegundir nytjajurta.
Innflutningur erlendra nytjajurta er ávallt viðsjár-
verður. Bæði er það mögulegt, að fræ eða plöntuhlut-
ar geti borið með sér sýkla, sem eru hættulegri en
þeir, er fyrir eru, og svo geta innfluttar plöntur orðið
tilberar þeirra smitunarafbrigða, sem fyrir eru, og ef
til vill valið hættulegt afbrigði úr.
Ávallt verður að muna eflir þeim áhrifum, sem
lífskilyrðin hafa á næmi plantnanna og smitunarafl
sýklanna. Því verður að reyna sérhverja nýja tegund
við ýms lífsskilyrði, t. d. við mismunandi veðráttu,
mismunandi jarðveg o. s. frv.
Það er miklu meira erfiði fólgið í því, að framleiða
ónæm nytjajurtaafbrigði, heldur en að fá fram ýmsa
aðra kosti. Málið er í raun og veru svo erfitt viðfangs,
að bæði plöntusjúkdómafræðingar og menn, sem vinna
að plöntukynbótum, verða að starfa saman til þess að
vel fari, en þá er líka mikils af kynbótunum að vænta.
IV. Bakteríur sem plöntusýklar.
Áður en vér snúum oss að hinu eiginlega efni þessa
kafla: Bakteriur sem plöntusýklar, vil ég fara nokkr-
um orðum um svcppi sem plöntusýkla. Til þessa
eru tvær ástæður. Bæði vil ég minna á liina gömlu
þekkingu manna á orsakasamhengi milli svepps og