Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 28
22
B U N AÍIARHI T
að vinsa úr lítil og skorpin frœ, er ávalt eru grunsam-
leg, og ennfremur er unnt að sótthreinsa útsæðið. Það
eru margskonar sjúkdómar, sem fylgja fræunum, og
])á alla er unnt að stöðva, eða draga mikið úr með sótt-
hreinsunum, með því að afsveppa (baða) útsæðið.
Hvað korntegundunum viðvíkur, þá er hér aðallega
um brunasvepp, randaveiki og slímsveppi að ræða, lijá
krossblómaættinni eru það skálsveppar, þurrotnun
káltegundanna og brúnrotnun (Brunbakteriose), og
hjá grösunum eru það aðallega brunasveppur og ax-
bnoðapuntsrotnun (Hundegræsbakteriose). Þar eð
afsveppiuninn er bið sígilda dæini upp á útrýmingar-
aðferðina, er rétt að minnast nánar á hana.
Aðalkorntegund hinna tempruðu landa, hveitið,
sýkist oft af brunasveppi (Stinkbrand), en þá fyllast
öll kornin í öxunum með svörtu daunillu dufti. Við
þreskinguna svertast hin heilbrigðu korn af þessu
dufti, sem er urmull hnöttóttra brunagróa. Gróin spíra
jafnt og hveitikornið og kíinplantan sýkist af bruna-
sveppi, sem vex inn i hið unga strá og fylgir vexti
þess. Þannig nær sveppurinn að lokum út í kornið
og þroski þess hættir og að lokum fyllist það af svört-
um brunasveppsgróum.
Þessi sýki hefir þekkst frá alda öðli, í öllum hveiti-
ræktarlöndum, og það verður að álíta það sem varnar-
ráðstöfun gegn þessari sýki, er menn, þegar i forn-
öld, settu salt, salpétur, ösku eða annað þess háttar
í útsæðishveitið. Plinius hinn yngri, sem var uppi á
fyrstu öld e. Kr. skýrir frá atriði, sem gæti hent í
þessa átt: „Það er álitið að fræi sé síður hætt við að
gefa af sér sýkta uppskeru, sé það vætt í víni fyrir
sáninguna.“
Það er ekki fyr en um 1(500, að unnt er að sýna fram
á vísvitandi meðferð sáðkorns, til þess að fyrirbyggja
hrunasvepp. En um það leyti varð, a. m. k. á Eng-
landi, alvanalegt að salta sáðkornið. Hinn ágæti enski