Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 88
82
B Ú N A « A R R I T
áður en þau eru sett niður á vorin. Geymslurnar
verða að vera þurrar og kaldar. Útsæðið verður a&
velja vel og má aldrei skera útsæðisjarðepli í sunduiv
Niðursetning má ekki eiga sér stað of snemma og
allra sizt þar, sem jörð er köld og rök. Gamla garða
getur verið gott að leggja í tröð (sakir þeirra jarðepla,.
sem liggja vetrarlangt i jörðu).
4. Sumar bakteríur valda bólgu eða hnúðmgndun-
um á hinum jsýktu plöntuhlutum. Ágætt dæmi þessa
er svonefnd rótarhálsbólga (Rodhalsgalle), sem Er-
win Smith hefir rannsakað á injög hugvitssaman hátt.
Rótarhálsbólgu-bakterían (Bacterium tumefaciens)
leggst á margar tegundir plantna, bæði trjáplöntur og
jurtir. Smith skýrir frá því (1920), að sér hafi tekizt
að sýkja 40 plöntutegundir, innan 18 ætta, þessum
sjúkdómi. Og smitun getur átt sér stað frá hvaða
plöntu sem er, til allra hinna, sem næmar eru fyrir
veikinni. Aðallcga leggst veiki þessi á rósaættina (t-
d. hindber, epli, pcrur, ferskjur o. 11.). En meðal ann-
ara plantna má ncfna vínvið, ösp, valhnotu og gul-
aldintré af trjáplöntum, og af jurtum 1. d. bitu, kák
sinára , gulrætur, tóbak og tómötur. Á trjákenndum
plöntum eru bólguhnúðarnir því nær ávallt á rótun-
um eða neðst á stofninum, en á jurtkenndum plönt-
um geta þeir einnig verið hátt uppi á stönglinum.
Bólguhnúðarnir geta verið mjög mismunandi að
stærð. Á rótum hindberja eru þeir oftast á stærð við
valhnetu eða epli, en á bitu geta þeir orðið á stærð
við barnshöfuð.
Bakterían getur lifað a. m. k. eitt ár í jörðinni og
sýkingin verður alltaf gegnum sár. Bakteríurnar eru
stafmyndaðar og sjálfhreyfanlegar, vegna svifþráða,
er þær hafa á endunum. í ungum bólguhnúðum er
ótölulegur fjöldi baktería á milli frumanna, en þær
virðast hverfa úr eldri hnúðum. Bakteríurnar örfa
frumurnar til þess að skifta sér mjög ört og auka