Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 33
BÚNAÐARRIT
27
j)á hugmynd, aS takast mætti að afsveppa jarðeplin
með heitu lofti, jiví að hann liugsaði sér að jjalið,
sem geymist yfir veturinn í jarðeplunum, hlyti að
vera tilfinninganæmara gegn hita en vefir hnýðanna.
Með tilraunum komst hann nú einnig að raun um, að
við 40° hita í 4 tírna samfleytt dó sveppurinri í jarð-
eplunum, án jiess að spírun þeirra rýrnaði nokkuð.
Á grundvelli þessarar reynslu bjó 7. L. Jensen til af-
sveppunaraðferð, sem að vísu reyndist mjög erfið er
lil framkvæmda kom, eir fékk mikla þýðingu, er hún
var notuð við afsveppun sáðkorns.
Rúmið leyfir mér ekki að fara nánar út í tilraunir
/. L. Jensens, sem annars eru gott dæmi ])ess, að
reynzla manna getur örvað og leiðbeint siðari vísinda-
legum rannsóknum um jiað, sem uppgötvað hefir verið.
I. L. Jensen sá, að í sumum tilfellum var unnt að losa
byggið algerlega við brunasvepp, með því að setja
þurkað korn í heitt vatn, en í öðrum tilfellum var að-
eins unnt að afsveppa það alveg, með því að bleyta
það l'yrst upp í vatni í nokkra klukkutíma, og því
næst að setja það í heitt vatn. Af þessu ályktaði hann,
að lil væru tveir sérstakir bruncisveppir í byggi, og við
rannsókn á ökrunum kom það einnig í ljós. Til var
bæði þakinn brunasveppur, þar sem gróin voru inni-
lukt af hinum föstu ögnum, og nakinn brunasvepp-
ur, jjar sem gróin losnuðu er agnirnar féllu af. Hinn
síðarnefndi nakti brunasveppur, hvarf aðeins eftir
bleytingu og heita vatnsmeðferð. Sveppa- og plöntu-
sjúkdómafræðingar hafa siðar gefið vísindalega skýr-
ingu á jiessu atriði. Hinn þakti brunasveppur sýkir á
sama hátt og brunasveppur hveitisins, en þar sitja
sýklarnir eins og ryk utan á heilbrigðum kornum og
drepast Jiess vegna við einfalda heita vatnsmeðferð á
þurru sáðkorni. En hinn nakti brunasveppur smitar
á allt annan hátt. Þar eru sóttkveikjurnar sveppþal
innan í kornunum, og oft innan í kíminu sjálfu. Þess-