Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 100
94
BÚNAHARRIT
Þar eð eftirspurn varð eftir plöntunni, var henni viða
fjölgað með stiklingum, og menn reyndu líka að græða
sprota af þessari nýju tegund á venjulegar Abutilon-
plöntur. En þá kom það í Ijós, að það var ekki ein-
göngu hinn ágræddi sproti, sem hélt dílum sínum,
heldur fcngu allir nýir sprotar dílótt hlöð. Smit það,
sem flutt var á hina nýju plöntu jókst í henni, og af
lienni mátti taka nýja stöngla til ágræðslu og svo koll
af kolli. Síðar hefir það þó komið í Ijós, að sum Abuti-
lon-afbrigði eru algjörlega ónæm fyrir veikinni. Með
þessum ónæmu afbrigðum hefir mönnum tekizt að
sýna fram á, að smitvessarnir geta „gengið í gegn um“
hin ónæmu afbrigði og frá þeim aftur smitað þau
næmu. Ef menn græða ónæmt afbrigði á næmt, verða
blöðin á hinum nýja kvisti græn og að því er virðist
alheilbrigð. En sé nú tekinn græðikvistur af næmu
afbrigði og græddur á hinn ónæma ágræðing, þá verða
blöð hans öll dílótt. Smit þessa sjúkdóms getur ekki
haldið sér lifandi utan hinna lifandi plantna, og þess
vegna getur sjúkdómurinn aðeins borist við ágræðslu,
en ekki ineð safa plantnanna.
í daglegu lífi hefir þessi smitun smitvessasjúkdóm-
anna litla þýðingu. en safasmitun á vélrænan (meka-
nisk) og lífrænan (biologisk) hátt er langtum þýð-
ingarmeiri.
c. Sáfasmitun á vélrænan hátt. Hin vélræna smit-
un er í því fólgin, að safi úr smitvessaveikri plöntu
er fluttur á aðra heilbrigða. Þessi smitun er sérstak-
lega einkennandi fyrir tiglasjúkdómana. Skilyrðið til
þess, að þessi smitun geti átt sér stað er, að smitvess-
arnir geti haldið smitunarafli sínu, a. m. k. stutta
stúnd, utan hinnar lifandi frumu. í þessu tilliti er
mikill munur á hinum mismunandi tíglasmitvessum.
Sumir þeirra eru mjög „ lífseigir", en aðrir missa
fljótt smitunarafl sitt. Einkum eru smitvessar tó-
bakstíglaveikinnar þekktir fyrir „lífseigju“ sína. Safi