Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 114
108
BÚNAÐARRIT
víst sú planta, sem þolir mest frost. Það getur verið
stokkfrosið í (i mánuði í 30° til 04° kulda.
En alveg eins og frost getur valdið kali og dauða
plantnanna, eins getur eðlilega of mikill hiti drepið
þær eða skemmt. Sá hiti, sem vaxandi plöntuhlutar
þola, er auðvitað mjög mismunandi, eftir því hvaða
tegund á hlut að máli.
í heitum laugum lifa þörungar og baktaríur, sem þola
allt að 80° hita, en þetta eru undantekningar. Venju-
lega er hitahámark vaxandi plantna eigi mikið yfir
50°. Sama máli gegnir blautt fræ, en loftþurt fræ er
langtum ónæmara fyrir hita. (Ertur þola t. d. um
70°). Eins og minnst hefir verið á áður, er afsvepp-
un með heitu vatni á korni orðin til sakir þess, að
kornið þolir meiri hita heldur en smitið, sem í því býr.
Úti undir beru lofti sjást oft hitaskemdir á þunn-
berktum trjám, er þau verða snögglega fyrir miklu
sólarljósi, eins og stundum verður, þegar vegur er
lagður í gegnum skóg. Á svona trjám kemur sólbmni
(Solhrand) oft fyrir, en þá deyja hlutar úr berkinum
á suður og vesturhlið stofnanna. Börkurinn rifnar
síðar og dettur af, og sárin sein koma undan honum,
ciga erfitt með að gróa, en sveppum veitist auðvelt
að setjast í þau og sýkja út frá sér. I græðireitum
skemmast kimplönturnar oft á heitum sólskinsdögum,
einkum þar sein jarðvegurinn er þurr og laus í sér,
Við hitamælingar hafa menn komist að raun um, að
jarðvegurinn getur hitnað upp undir 50°—55° undir
þessum kringumstæðum. Afleiðingin er sú, að ldm-
plönturnar deyja og leggjast útaf, eða þær skeminast
svo mjög að sveppir ráða niðurlögum þeirra síðar.
/ gróðrarhúsum eru hitaskemdir algengar, annaðhvort
lieint af sólskininu, éit frá hitaleiðslum eða áburði sem
hitnað hefir í. Algengastar eru þó hitaskemdir á plönt-
um og plöntuhlutum á gci/mslustöðum. Illa þurkað
korn og fræ getur hitnað af sjálfu sér og eins getur