Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 135
B Ú N A í) A R R I T
129
Ég vil svo að lokum reyna að draga saman í stutt
mál þær leiðbeiningar, sem ég tel anig geta gefið bænd-
um í sambandi við þessar heyrannsóknir: Efnagrein-
ingarnar benda í þá átt, að heyin á því svæði, sem sýn-
ishornin voru tekin á, séu yfirleitt töluvert fjrrir neðan
meðallag hvað fóðurgildi snertir, og í sumum tilfellum
mjög léleg. Þess vegna þarf að gefa kjarnfóður með
þessum heyum, og það rnikið. Ég hefi fyr í erindi minu
gefið nokkrar upplvsingar um það, hve mikla ég tel
kjarníoðurþörfina vera hjá mjólkurkúm, með þeim
heyum, sem hér er um að ræða. Af kjarnfóðurtegund-
unum mæli ég fyrst og fremst með síldarmjöli og maís,
og tel ég í flestum tilfellum nægilegt, að nota eitt kg.
nf síldarmjöli á móti þrem kg. af maís. Ef menn liafa
uóg sildarmjöl, má þó gjarnan nota nokkuð meira af
því, og þar sem hcy eru sérstaklega hrakin eða ornuð,
tel ég rétt að gefa eitt kg. af síldarmjöli á móti tveim
kg. af maís. Ég vil leggja sérstaka áherzlu á það, að
■einmitt með hröktum heyum og skemmdum, er síldar-
mjölið sá bezti fóðurbætir, sem við getum i'engið. Aidv
þess að fullnægja eggjahvituþörfinni, bætir það upp
sennilegan steinefna- og vítamínskort í heyunum, því
að það inniheldur mikið af kalki og fosfórsýru, mikið
af bætiefninu A og þó nokkuð af bætiefninu D. En A
og D eru þau einu bætiefni, sem hafa verulega þýðingu
fyrir búfé vort. Olíukökur eru steinefnasnautt fóður,
og innihalda alls ekkert af bætiefninu D og lítið sem
■ekkert af A. Aftur á móti er töluvert af B-efnum i sum-
um olíukökutegundum, en þau myndast úr öðrum efn-
um í meltingarfærum búfjárins, og það skiptir því engu
máli hvort þau eru í fóðrinu eða ekki. — Olíukök-
urnar eru því stórum lakari fóðurbætir, en síldar-
mjölið, ineð hröktum og skemmdum heyjum, og auk
þess eru þær hér á landi miklu dýrari. Enda eru þær
aðflult fóður, en síldarmjölið innlend vara eins og
allir vita. — Ég hefi heyrt að síldarmjöl væri nú þvi
9