Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 102
BÚNAHA li R I T
<)<;
um, að hæði skordýr með sogmunn og skordýr með
stingandi munnlimi geta útbreitt smitvessasjúkdóm-
ana. Upphat'lega héldu menn, að skordýrin flyttu
smitið með sér á munnlimum sínum og smituðu með
þeim, eins og menn framkvæma smitanir með nálum.
Svona virðist þessu einnig vera varið, er um tigla-
sjúkdóma er að ræða, en menn urðu þess fljótt á-
kynja, að ýmsir aðrir sjúkdómar, einkanlega gula,
gat aðeins borist með vissum tegundum skordýra.
Sama máli gegnir um blaðvefjuveiki kartöflunnar,
sem aðallega herst með einni blaðlúsategund, Myzus
persicae, og amerískan sjúkdóm (Curly top) á sykur-
rófum, sem aðeins berst með Eutettix tcnellus. Enn-
fremur komust menn að því, að skordýrin eru ekki
smitunarhæf strax, er þau hafa drukkið safann með
smitvessunum í sig. Það verður að líða dálítill timi,
áður en þau verða það. Þannig getur Eutettix ten-
ellus ekki smitað út frá sér fyr en eftir 12—48 tíma,
og alveg eins er því varið með Myzus persicae og smit
hlaðvcfjuveikinnar. Lengsti „meðgöngutími" með smit
er hjá Cicadula sexnotata, er ber með sér gulsóttar-
smit, en hann er 6—10 dagar. Maður verður að í-
mynda sér, að smitvessarnir fari ofan í meltingarfær-
in ásamt fæðunni, en komi síðar fram í slefkirtlana
og fari þaðan á plönturnar. Þannig verða smitvess-
arnir að komast í gegn um mörg liffæri, áður en þeir
lenda á plöntunum. Hvort smitið eykst nokkuð á þessari
leið eða ekki, er enn óleyst gáta. — En það er víst, að
margir smitvessasjúkdómar hafa hver sína skordýrs-
tegund sem smithera. Þar sem tveir eða fleiri smit-
vessasjúkdómar eru á sömu plöntunni, og ef hver
þeirra hefir sinn sérstaka smitbera, er unnt að greina
þá að og skilja þá sundur, með þeim skordýrum, sem
við eiga.
Venjulega eru skordýrin smitberar alla æfi, úr því
þau hafa tekið smitið í sig. Þannig er Eutcttix ten-