Búnaðarrit - 01.01.1934, Blaðsíða 43
BÚNAÐARRIT
37
ir eru. Ef sprautunin í'er fram, er sjúkdómarnir hafa
Jirotist út og grafið urn sig, lilýtur hún að verða næsta
árangurslítil. Af því, sem hér hefir verið sagt, leiðir
einnig, að sprautunin verður að endurtakast einu sinni
eða oftar, ef plönturnar hafa ekki tekið út allan vöxt
sinn, þegar fyrst var sprautað. Þau hlöð, sem þrosk-
ast að fyrstu sprautuninni lokinni, hafa enga varnar-
himnu úr kopar, og er því hætt við að smitast.
Aldur laufblaðanna getur orðið lengri og græni lit-
urinn á þeim dekkri en ella hefði orðið, ef þau eru
sprautuð, jafnvel þótt engin sveppasýking hafi orðið.* 1
En Bordeauxvökvinn getur einnig valdið tjóni.
Stundum hlýzt það af því, að hann hefir ekki verið
rétt samsettur, einkum ef of lítið kalk hefir verið not-
að í hann. En jafnvel þótt vökvinn sé að öllu leyti rétt
tilbúinn, geta plönturnar (t. d. kartöflur) orðið veiga-
minni og gefið rýrari uppskeru, eftir að sprautað hef-
ir verið. Þetta virðist aðallega eiga sér stað í þurrum
og heitum sumrum, þegar kartöflumyglunnar verður
ekki vart. Þessi óheppilegu áhrif koma þó sjaldan
fyrir og eru smávægileg í samanhurði við það gagn,
sem menn hafa af sprautuninni til þess að verjast
sjúkdómum, svo sem kartöflumylglu o. fl.
í stað Bordeauxvökva má nota Bordeauxduft (Potn,
Himmo, Dana), sem hlásið cr yfir plönturnar með þar
til gerðum físibelg. Duftdreifing getur jafnast á við
vökvasprautun, sé hún nákvæmlega framkvæmd. En
aðalkostnr hennar er sá, að smágarða er afar auðvelt
að verja með dufti, sem m’énn fá tilbúið og er því á-
vallt til taks, ef menn hafa fengið sér það og viðeig-
andi sprautu. En erfiðleikarnir, sem eru á því að búa
til og sprauta Bordeauxvökva, fæla marga frá því að
1) Rótarhár og þunnveggjaöar cellur í plöntunum geta tekið
1 sig lítið eitt af kopar, og þa'ð virðist svo sem koparinn hafi þá
styrkjandi álirif á plöntuna.